
11/08/2025
Við fögnum útgáfu bókarinnar 🌹Rósir fyrir íslenska garða🌹
Í þessari fróðlegu og fallegu bók leiðir Vilhjálmur Lúðvíksson okkur um heim rósanna og miðlar hagnýtri nálgun og skýrum ráðleggingum um hvernig við best getum gert drottningu blómanna kleift að dafna og blómstra í allri sinni dýrð í íslenskum heimagörðum og skógargörðum.
Vilhjálmur hefur stundað garð- og skógrækt í yfir 65 ár og byggir hann verkið á áratugalangri reynslu sinni og Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands af rósarækt við íslenskar aðstæður.
HGM / Helga Gerður Magnúsdóttir hannaði bókarkápuna af sinni alkunnu snilld.
Nánari upplýsingar um bókina og útgáfutilboð er að finna hér 👉 https://sogurutgafa.is/vara/rosir-fyrir-islenska-garda/