Dimma

Dimma Dimma var stofnuð vorið 1992 til að gefa út bækur og tónlist. / Dimma was founded in 1992 to publish books and music CDs. Bóka- og tónlistarútgáfa

Ljóðabókin GLEÐI SKIPBROTANNA eftir ítalska skáldið Giuseppe Ungaretti er komin út í þýðingu Gyrðis Elíassonar.Giuseppe ...
20/06/2025

Ljóðabókin GLEÐI SKIPBROTANNA eftir ítalska skáldið Giuseppe Ungaretti er komin út í þýðingu Gyrðis Elíassonar.
Giuseppe Ungaretti (1888–1970) var eitt kunnasta ljóðskáld Ítala á liðinni öld. Með nýju og byltingarkenndu ljóðmáli tókst honum að tjá með einstökum hætti lífsreynslu fólks á umbrotatímum í Evrópu. Stíll hans er einfaldur, laus við mælskubrögð og ljóðin oftar en ekki stutt og hnitmiðuð, hlaðin merkingu með vísunum í ýmsar áttir.
Inngang ritar Francesca Cricelli sem hefur rannsakað verk Ungarettis um árabil.

BLÚS ER HÆGT AÐ HLUSTA Á, TANGÓ ER HÆGT AÐ DANSA, EN FADO VERÐUR AÐ UPPLIFA. Svissneski höfundurinn Urs Richle hefur skr...
02/06/2025

BLÚS ER HÆGT AÐ HLUSTA Á, TANGÓ ER HÆGT AÐ DANSA, EN FADO VERÐUR AÐ UPPLIFA.
Svissneski höfundurinn Urs Richle hefur skrifað frumlegar og spennandi skáldsögur og fetar í þessari frásögn slóð þar sem sjónum er beint að auðnuleysi ólöglegra innflytjenda og ófyrirséðum atburðum í annars hversdagslegu lífi fólks.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði.

Fyrsta bindið af þremur í svonefndum Sjöleik, sannkölluðu stórvirki eftir norska Nóbelsskáldið Jon Fosse, er komið út!HI...
30/05/2025

Fyrsta bindið af þremur í svonefndum Sjöleik, sannkölluðu stórvirki eftir norska Nóbelsskáldið Jon Fosse, er komið út!
HITT NAFNIÐ er seiðandi og stórbrotin saga um listina, um Guð, um alkóhólisma, vináttuna og framrás tímans. Hún fjallar um dauðann, en líka um þýðingu þess að vera á lífi, um hlýjuna frá hundi, gleðina við að keyra í snjó og bragðið af spældum eggjum og steiktu fleski.
Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði.

Út er komið LJÓÐASAFN Guðrúnar Hannesdóttur, einstaklega vegleg bók sem hefur að geyma allar 10 ljóðabækur hennar frá tí...
08/05/2025

Út er komið LJÓÐASAFN Guðrúnar Hannesdóttur, einstaklega vegleg bók sem hefur að geyma allar 10 ljóðabækur hennar frá tímabilinu 2007 -2024. Skáldskapur Guðrúnar er djúpur og kjartnyrtur, stílbrögðin áhrifamikil, tungutakið meitlað og myndmálið ríkulegt. Yrkisefnin spegla næmi hennar fyrir því óræða og fíngerða, en líka skoplegum hliðum tilverunnar og ekki síður því sem miður fer í torræðum og ögrandi samtíma.
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur ritar eftirmála, en þar segir m.a.: „Af náttúruljóðum Guðrúnar lýsir einatt sjálf gleði lífsins og aðdáunin á undrum þess ...“

Verðlaunabókin TÍMASKJÓL eftir Georgi Gospodinov er komin út!Þetta er þriðja skáldsaga eins athyglisverðasta höfundar ev...
04/05/2025

Verðlaunabókin TÍMASKJÓL eftir Georgi Gospodinov er komin út!
Þetta er þriðja skáldsaga eins athyglisverðasta höfundar evrópskra samtímabókmennta og hlaut hún Alþjóðlegu Booker-verðlaunin sumarið 2023, en áður hafði hún hlotið fjölda viðurkenninga. Gagnrýnendur hafa hlaðið bókina lofi og notað lýsingar á borð við „bókmenntalegur öreindahraðall“ og „bjargar bæði heiminum og bókmenntunum“.
Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson þýddu úr búlgörsku.

Þrjár nýjar útgáfur í Ritsafni Gyrðis Elíassonar eru komnar út. LJÓÐASAFN II (1989-1992), verðlaunabókin MILLI TRJÁNNA o...
04/05/2025

Þrjár nýjar útgáfur í Ritsafni Gyrðis Elíassonar eru komnar út. LJÓÐASAFN II (1989-1992), verðlaunabókin MILLI TRJÁNNA og skáldsagan SUÐURGLUGGINN. Gullfalleg endurútgáfa sem hentar vel til gjafa, en einnig í heimilisbókasafnið.

Tvöfalda albúmið með Svavari Knúti tilnefnt sem plata ársins 2024 í flokknum Önnur tónlist!
26/02/2025

Tvöfalda albúmið með Svavari Knúti tilnefnt sem plata ársins 2024 í flokknum Önnur tónlist!

UNDIR EPLATRÉNU fær fyrirtaks umfjöllun í RÚV þar sem Gauti Kristmannssona segir m.a.: „Það gustar sannarlega um ljóð Ol...
28/01/2025

UNDIR EPLATRÉNU fær fyrirtaks umfjöllun í RÚV þar sem Gauti Kristmannssona segir m.a.: „Það gustar sannarlega um ljóð Olavs H. Hauges í orðsins fyllstu merkingu og er mikill fengur að þessum afbragðsþýðingum Gyrðis Elíassonar á þessu norska stórskáldi sem sanna að mínum dómi klisjuna um að ljóðið rati til sinna.”

https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2025-01-27-undir-eplatrenu-sannar-klisjuna-um-ad-ljodid-ratar-til-sinna-433820?fbclid=IwY2xjawIEoalleHRuA2FlbQIxMQABHYy3ehNQ1ccMNIjp_qaBaxV39ZK9RDiu6Rkz_IlzXJhZzJxdtrOUqmMrqQ_aem_3ELFzwyS6P2_N-PkSx6HQQ

Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, rýnir í Undir eplatrénu eftir Olav H. Hauge í þýðingu Gyrðis Elíassonar.

Stjörnum prýdd umfjöllun í Morgunblaðinu um GLERÞRÆÐINA eftir Magnús Sigurðsson, en þar segir rýnirinn Einar Falur Ingól...
16/01/2025

Stjörnum prýdd umfjöllun í Morgunblaðinu um GLERÞRÆÐINA eftir Magnús Sigurðsson, en þar segir rýnirinn Einar Falur Ingólfsson m.a.: „… bækur Magnúsar eru sannkallaður skemmtilestur og þá eflaust ekki síst þeim sem hafa áhuga á og innsýn í sögu og bókmenntir; með öllum þessum óvæntu, upplýsandi og furðulega samanblönduðu brotum og þáttum, sem kalla má á mörkum ljóðs og fræða og varpa ljósi á sögu sem samtíð, í bókmenntaverkum sem eru ólík öllu öðru sem er verið að skrifa hér.”

https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-10-24-glerthraedirnir-gridarlega-skemmtileg-lesning-og-endalaus-ske...
25/10/2024

https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-10-24-glerthraedirnir-gridarlega-skemmtileg-lesning-og-endalaus-skemmtun-425354?fbclid=IwY2xjawGHmp1leHRuA2FlbQIxMQABHblgnYgk10EMRMDkImlT94aPXiHm539fdqfhPFRQcQKaVq1GVaK4lAPdKA_aem_OlicFghoPbrYSvWR_Ks_cQ

„Ég segi ekki að maður lesi þetta í einum rykk, þó ég hafi gert það reyndar, en þetta er bók sem maður grípur niður í og er endalaus skemmtun,“ segir Árni Matthíasson gagnrýnandi Kiljunnar um Glerþræðina eftir Magnús Sigurðsson.

Address

Freyjugata 38
Reykjavík
101

Telephone

5621921

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Dimma posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Dimma:

Share

Category