Dimma

Dimma Dimma var stofnuð vorið 1992 til að gefa út bækur og tónlist. / Dimma was founded in 1992 to publish books and music CDs. Bóka- og tónlistarútgáfa

29/11/2025

Skemmtilegt viðtal í Kiljunni við Aðalstein Emil Aðalsteinsson um skáldsöguna KÓMETU!

ÉG ER ANNAR - Sjöleikurinn III - V eftir Jon Fosse. Önnur bókin af þremur í stórvirki norska Nóbelshöfundarins.Sjöleikur...
27/11/2025

ÉG ER ANNAR - Sjöleikurinn III - V eftir Jon Fosse. Önnur bókin af þremur í stórvirki norska Nóbelshöfundarins.
Sjöleikurinn er magnþrungið verk um baráttuna við að rata rétta leið í lífinu og bregður jafnframt upp lýsandi myndum af aðstæðum og tíðaranda í norsku samfélagi á liðinni öld.
Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði.

stofnuð 1992

Þrjár nýjar bækur í heildarútgáfu verka GYRÐIS ELÍASSONAR eru komnar í bókaverslanir. Ljóðasafn III (1996-2003), Smásögu...
18/11/2025

Þrjár nýjar bækur í heildarútgáfu verka GYRÐIS ELÍASSONAR eru komnar í bókaverslanir. Ljóðasafn III (1996-2003), Smásögur I (1988-1993) og skáldsagan SORGARMARSINN.
Einstaklega falleg útgáfuröð sem hægt er að panta í áskrift og eignast á kostakjörum. Sendið okkur línu á [email protected] og fáið frekari upplýsingar!

Skáldsagan KÓMETA eftir Aðalstein Emil Aðalsteinsson er komin út og fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Sagan ge...
18/11/2025

Skáldsagan KÓMETA eftir Aðalstein Emil Aðalsteinsson er komin út og fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Sagan gerist á umbrotatímum á 16. öld og fjallar m. a. um kraftaverk lífsins, stríðið gegn gleymskunni, leitina að ljósi í heimi þar sem dauði, illska og fáfræði ráða oft ríkjum, og hvernig sálirnar á jörðinni takast á við sviptingar og breytta heimsmynd.

Kolnismeyjamessa árið 1536. Aldrað skáld sem dvelur í íslensku klaustri finnur reifabarn við klausturhliðið, bjargar lífi þess og byrjar að rita bréf til þeirra sem dauðinn hefur tekið frá honum. Upphefst þá frásögn sem spannar breitt svið og berst frá Íslandi á tímum siðaskipta, hertöku og skefjalausrar grimmdar til logheitrar Andalúsíu og öngstræta Granadaborgar. Einnig er greint frá afstöðu fugla til dauðans, brottflutningum Mára og sorginni sem situr eins og fleinn í hjartanu.

Hægt að hlusta á viðtal við höfundinn í þættinum Bara bækur:
https://www.ruv.is/utvarp/spila/bara-baekur/35244/ag3jos

13/10/2025

Hvar er tunglið?
Tónleikar í Hannesarholti föstudaginn 24.október kl.20:00. Valin lög úr ljóðaflokknum Hvar er tunglið? eftir Sigurð Flosason og Aðalstein Ásberg Sigurðsson í flutningi Kristjönu Stefáns, Önnu Grétu Sigurðardóttur og Sigurðar Flosasonar. Miðasala tix.is: https://tix.is/event/20236/hvar-er-tunglid

Við samgleðjumst ungverska rithöfundinum László Krasznahorkai sem hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2025! Fyrir fáein...
09/10/2025

Við samgleðjumst ungverska rithöfundinum László Krasznahorkai sem hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2025! Fyrir fáeinum árum gáfum við út bók eftir hann sem nefnist SÍÐASTI ÚLFURINN í þýðingu Einars Más Hjartarsonar.

Dúndurfínn dómur í Morgunblaðinu um verðlaunabókina TÍMASKJÓL eftir Georgi Gospodinov. Einar Falur Ingólfsson á sérstakt...
19/09/2025

Dúndurfínn dómur í Morgunblaðinu um verðlaunabókina TÍMASKJÓL eftir Georgi Gospodinov. Einar Falur Ingólfsson á sérstakt hrós skilið fyrir að skrifa um erlendar samtímabókmenntir sem koma út á íslensku í vönduðum þýðingum!

Út er komin bókin ÁTTASKIL - ljóð og lausavísur eftir Ásu Ketilsdóttur frá Ytra-Fjalli í Aðaldal, sem hefur um áratuga s...
25/08/2025

Út er komin bókin ÁTTASKIL - ljóð og lausavísur eftir Ásu Ketilsdóttur frá Ytra-Fjalli í Aðaldal, sem hefur um áratuga skeið átt heima að Laugalandi við Ísafjarðardjúp. Í þessari nýju bók eru náttúruljóð í fyrirrúmi þótt ýmislegt annað komi við sögu, en Ása er löngu landskunn fyrir kveðskap sinn og eins fyrir þekkingu sína á fornum kvæðalögum og þeirri list að kveða og segja sögur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku ritar eftirmála og segir þar m.a.: „Þegar ljóð hennar eru lesin er eins og landið Ísland, með öllum sínum dyntum, veðurfarssveiflum og skapbrigðum hafi valið hana til að túlka sjónarmið sín.”

Address

Freyjugata 38
Reykjavík
101

Telephone

5621921

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Dimma posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Dimma:

Share

Category