10/01/2026
Guðrún Hannesdóttir skáld og þýðandi hlaut viðurkenningu RITHÖFUNDASJÓÐS RÍKISÚTVARPSINS 2025 sem var afhent við hátíðlega athöfn sl. fimmtudag. Í rökstuðningi dómnefndar segir að hún hljóti viðurkenninguna fyrir verk sín og gjöfult framlag til menningarlífsins. „Í ljóðum sínum magnar Guðrún galdur, þar sem hverju dýrmætu orði er fundinn staður og oft óvænt samhengi sem fær lesendur til þess að íhuga merkingu þeirra og sinn eigin skilning á hversdagsleikanum, furðum hans og fegurðinni.“
Við óskum Guðrúnu innilega til hamingju með viðurkenninguna og minnum á hið gullfallega LJÓÐASAFN hennar sem kom út á liðnu ári og hlaut afbragðs góðar viðtökur.