Salka

Salka Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk!

Salka gefur út allt frá matreiðslubókum að ljóðabókum og frá fræðibókum að barnabókum. Útgáfan er rekin af Dögg Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur, sem jafnframt eru eigendur hennar.

Eftirför vermir fyrsta sæti metsölulista Eymundsson aðra vikuna í röð 🏆 og við auðvitað í skýjunum með það!
23/07/2025

Eftirför vermir fyrsta sæti metsölulista Eymundsson aðra vikuna í röð 🏆 og við auðvitað í skýjunum með það!

Sagan ber höfuð og herðar yfir vel margar spennusögur skrifaðar af okkar þekktustu höfundum þessa dagana. Ég mæli sérsta...
12/07/2025

Sagan ber höfuð og herðar yfir vel margar spennusögur skrifaðar af okkar þekktustu höfundum þessa dagana. Ég mæli sérstaklega með lestri hennar í sumarfríinu fyrir þá aðdáendur spennusagna sem vilja skemmta sér vel í góðri fléttu.

Sjöfn Asare / Lestrarklefinn

Bylur fær frábæran dóm hjá Lestrarklefanum 🙌🏻🙌🏻
12/07/2025

Bylur fær frábæran dóm hjá Lestrarklefanum 🙌🏻🙌🏻

„Sagan ber höfuð og herðar yfir vel margar spennusögur skrifaðar af okkar þekktustu höfundum þessa dagana.“
Sjöfn Asare

Ný umfjöllun inni á www.lestrarklefinn.is 📚

Salka

„...heillandi og einlæg...Hún er yndisleg.“Lestrarklefinn☀️Kúnstpása er sannarlega bók til að lesa í sumarfríinu ☀️Heims...
10/07/2025

„...heillandi og einlæg...Hún er yndisleg.“
Lestrarklefinn

☀️Kúnstpása er sannarlega bók til að lesa í sumarfríinu ☀️

Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á framabraut í Leipzig sem ætlaði alls ekki að flytja strax aftur heim til Íslands. En þegar heimsfaraldur geisar og öllum tónleikahúsum Evrópu er skellt í lás samþykkir hún að koma heim og reka bókabúð afa síns sumarlangt í heillandi smábæ á hjara veraldar. Og ef þessi óvænta kúnstpása skapaði ekki nógu mikla óreiðu í lífi Sóleyjar bæta kynnin af leiðsögumanninum Óskari sannarlega ekki úr skák.

Um miðja síðustu öld stígur unga ekkjan Sigríður af skipsfjöl í sama smábæ. Hún ætlar að opna verslun í karlaveldi með mótlætinu sem því fylgir. Hún á þó eftir að komast að því að konur eru konum bestar og að það er alltaf ljós við enda ganganna.

Kúnstpása er fyrsta skáldsaga Sæunnar Gísladóttur. Í henni fléttast saman líf og örlög tveggja ungra kvenna á ólíkum tímum. Óvænt tækifæri banka upp á og ástin kveður sér hljóðs þvert á allar fyrirætlanir.

Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á framabraut í Leipzig sem ætlaði alls ekki að flytja strax aftur heim til Íslands....

Það var ekkert smá gaman að fagna útgáfu bókarinnar Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur 💚💕
05/07/2025

Það var ekkert smá gaman að fagna útgáfu bókarinnar Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur 💚💕

Eftirför er gefin út af Sölku forlagi og er sjálfstætt framhald Dauðaþagnar.

„Þögnin var nánast áþreifanleg. Það eina sem heyrðist í þröngu og skítugu rýminu var hans eigin andardráttur sem hljómað...
04/07/2025

„Þögnin var nánast áþreifanleg. Það eina sem heyrðist í þröngu og skítugu rýminu var hans eigin andardráttur sem hljómaði skyndilega framandi, eins og hann tilheyrði einhverjum öðrum. Svona var þá tilfinningin að vera bjargarlaus.“

Þegar fjölskyldufaðirinn Hallur hverfur sporlaust stendur lögreglan ráðþrota gagnvart kaldri slóð. Það er ekkert sem gefur til kynna að hann hafi verið flæktur í neitt misjafnt og langþráð vetrarfrí fjölskyldunnar breytist skyndilega í martröð. Það er engu líkara en að jörðin hafi gleypt hann. Gæti hvarfið tengst dularfullu skilaboðunum sem Selmu, eiginkonu hans, hafa borist að undanförnu?

Lögfræðingurinn Hrefna er komin í starf hjá lögreglunni og þetta mannshvarf ætlar ekki að reynast auðleyst. Angar þess teygja sig víða og lögreglan þarf að hafa sig alla við í kappi við tímann þar sem hver klukkustund telur.

Eftirför er önnur skáldsaga Önnu Rúnar Frímannsdóttur en sú fyrri, Dauðaþögn, hlaut frábærar viðtökur lesenda.

„Einstaklega vel heppnuð frumraun í heimi glæpasagnanna, snjall og spennandi krimmi sem tekur óvænta stefnu.“ Ragna Gestsdóttir / DV / um Dauðaþögn

„Ein besta glæpasaga sem ég hef lesið. Anna Rún virðist ætla að tylla sér í hásæti glæpasagnakvenna. Það er mín tilfinning.“ Gísli Helgason / um Dauðaþögn

„Þögnin var nánast áþreifanleg. Það eina sem heyrðist í þröngu og skítugu rýminu var hans eigin andardráttur sem hljómaði skyndilega...

„Geggjaður krimmi. Búin að hlakka til að lesa bók eftir þennan höfund leeeengi og allt vel yfir væntingum!“Kolbrún Ósk S...
02/07/2025

„Geggjaður krimmi. Búin að hlakka til að lesa bók eftir þennan höfund leeeengi og allt vel yfir væntingum!“

Kolbrún Ósk Skaftadóttir, bóksali

Bergur er hamingjusamur fjölskyldufaðir í góðri vinnu. Lífið er fullkomið þar til að sonur hans deyr og heiftin gagntekur hann. Hann er staðráðinn í að leita hefnda og beinist reiði hans að Öldu og syni hennar Styrmi. Vel falinn bakgrunnur Bergs kemur upp á yfirborðið og Alda og Styrmir eru í bráðri hættu. Spennan magnast þegar sannleikurinn kemur smám saman í ljós. Hver á raunverulega sök á dauða Daníels?

Bylur er meistaralega fléttuð spennusaga úr smiðju Írisar Aspar Ingjaldsdóttur. Fyrri bók hennar, Röskun, hlaut afar góðar viðtökur og er á leiðinni á hvíta tjaldið.

Bergur er hamingjusamur fjölskyldufaðir í góðri vinnu. Lífið er fullkomið þar til að sonur hans deyr og heiftin gagntekur hann....

Regína er bókabúðarköttur í þjálfun 😻 uppáhaldsbókin hennar er Kattmann og hún þiggur klapp og klór með þökkum 📚
21/06/2025

Regína er bókabúðarköttur í þjálfun 😻 uppáhaldsbókin hennar er Kattmann og hún þiggur klapp og klór með þökkum 📚

Fótboltabók ársins er komin út! Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er ma...
20/06/2025

Fótboltabók ársins er komin út!

Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi en hún lék sinn fyrsta A-landsleik 16 ára gömul og sinn fyrsta meistaraflokksleik með ÍBV þegar hún var einungis 14 ára. Margrét Lára hélt í atvinnumennsku þar sem hún spilaði í sterkustu deildunum og með einu besta félagsliði heims. Á ferli sínum varð hún landsmeistari í þremur löndum, var kjörin íþróttamaður ársins, spilaði á stórmótum með landsliðinu, varð þrívegis markahæst í Meistaradeildinni og fjórum sinnum útnefnd knattspyrnukona ársins. Margrét Lára skoraði með sinni fyrstu og síðustu snertingu í leik með íslenska landsliðinu og ruddi brautina fyrir ungar knattspyrnukonur, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.

Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi...

Glaðir höfundar og útgefendur. Margrét Lára - Ástríða fyrir leiknum er komin í verslanir ⚽️ 🙌🏻⚽️
19/06/2025

Glaðir höfundar og útgefendur. Margrét Lára - Ástríða fyrir leiknum er komin í verslanir ⚽️ 🙌🏻⚽️

Address

Reykjavík

Opening Hours

Monday 11:00 - 18:00
Tuesday 11:00 - 18:00
Wednesday 11:00 - 18:00
Thursday 11:00 - 18:00
Friday 11:00 - 18:00
Saturday 12:00 - 16:00

Telephone

+3547762400

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Salka posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Salka:

Share

Category

Our Story

Salka gefur út allt frá matreiðslubókum að ljóðabókum og frá fræðibókum að barnabókum. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða og kaupa bækur á forlagsverði (sama verði og í netverslun).

Salka er til húsa á Suðurlandsbraut 4, 2. hæð, 108 Reykjavík og er bæði bókabúð og bókaútgáfa.

Það er opið allan sólarhringinn á salka.is en skrifstofa Sölku er lokuð fram yfir verslunarmannahelgi vegna sumarfría starfsmanna. Við sendum pantanir reglulega en búast má við að einhverjir dagar líði frá pöntun til afhendingar..

Starfsmenn Sölku og eigendur eru Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttur. Í gegnum tíðina hefur Salka gefið út gott úrval handbóka og ætlum við okkur að halda því áfram í bland við útgáfu á góðum barnabókum, skáldsögum, bókum almenns eðlis og öllu því sem gefur lífinu lit.