Salka

Salka Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk!

Salka gefur út allt frá matreiðslubókum að ljóðabókum og frá fræðibókum að barnabókum. Útgáfan er rekin af Dögg Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur, sem jafnframt eru eigendur hennar.

Gleðilegt sumar ☀️ í dag er opið frá 12-16 og hjá okkur er hægt að finna sumargjafir fyrir alla og ömmu þeirra 📚 svo ver...
24/04/2025

Gleðilegt sumar ☀️ í dag er opið frá 12-16 og hjá okkur er hægt að finna sumargjafir fyrir alla og ömmu þeirra 📚 svo verður líka veðurblíða á pallinum og happy hour á bókabarnum 🥂

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru afhent í Höfða við hátíðlega athöfn í dag. Það er okkur sannur heiður að tilkyn...
23/04/2025

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru afhent í Höfða við hátíðlega athöfn í dag. Það er okkur sannur heiður að tilkynna að Lóa Hlín hlaut verðlaunin fyrir Mömmu sandköku í flokki frumsaminna verka og Elías Rúni og Mars Proppé fyrir þýðingu bókarinnar Kynsegin! Aldrei hefur síðasti vetrardagur verið svona gjöfull og við erum að springa úr stolti. Til hamingju hæfileikaríka fólk sem við erum svo lánsamar að fá að gefa út 🙏

Opið í dag, laugardag, frá 12-16, happy hour á bókabarnum og sól á pallinum 📚🥂☀️
19/04/2025

Opið í dag, laugardag, frá 12-16, happy hour á bókabarnum og sól á pallinum 📚🥂☀️

„Það er sjaldgæft – og svolítið sérstakt – að grípa íslenska skáldsögu sem tekur sér fyrir hendur sígilt stef úr erlendu...
15/04/2025

„Það er sjaldgæft – og svolítið sérstakt – að grípa íslenska skáldsögu sem tekur sér fyrir hendur sígilt stef úr erlendum ástarsögum og klæðir það í íslenskan búning. En það gerir Sæunn Gísladóttir í sinni fyrstu skáldsögu, Kúnstpásu...Og útkoman? Já, hún er bæði heillandi og einlæg...hún er yndisleg.“ Lestrarklefinn

https://lestrarklefinn.is/2025/04/11/klassiskt-astarsogustef-med-islenskum-blae/

Brátt kemur að þjóðaríþrótt Íslendinga, að velta vöngum yfir páskahretinu. Við vonum að Árstíðarverurnar hagi sér en þeg...
15/04/2025

Brátt kemur að þjóðaríþrótt Íslendinga, að velta vöngum yfir páskahretinu. Við vonum að Árstíðarverurnar hagi sér en þegar þær fara að rífast er allra veðra von eins og lesa má um í bókinni um þær ❄️☀️🍃🍁

🐣 Kúnstpása, súkkulaði og túlípanar um páskana 🐣 uppskrift sem getur ekki klikkað 💐
14/04/2025

🐣 Kúnstpása, súkkulaði og túlípanar um páskana 🐣 uppskrift sem getur ekki klikkað 💐

Salka gefur út og selur bækur hér og í bókabúð Sölku á Hverfisgötu 89-93. Við gefum út skáldsögur, barnabækur, matreiðslubækur og allar bækur sem okkur þykja skemmtilegar. Í bókabúðinni á Hverfisgötu er frábært úrval íslenskra og erlendra bóka. Þar höldum við skemmti...

Húrra, húrra, húrra! Lóa Hlín er tilnefnd til barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir Mömmu sandköku og Elías Rúni og Mars ...
14/04/2025

Húrra, húrra, húrra! Lóa Hlín er tilnefnd til barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir Mömmu sandköku og Elías Rúni og Mars Proppé fyrir þýðingu bókarinnar Kynsegin 📚❤️📚 til hamingju!

Inspó fyrir páskamatinn og happy hour frá 12-16 í dag 🥂
12/04/2025

Inspó fyrir páskamatinn og happy hour frá 12-16 í dag 🥂

Við sem búum á Íslandi vitum að veðrið er síbreytilegt og það sannaðist síðast í dag. Sól ☀️ og haglél ❄️ til skiptis og...
11/04/2025

Við sem búum á Íslandi vitum að veðrið er síbreytilegt og það sannaðist síðast í dag. Sól ☀️ og haglél ❄️ til skiptis og aldrei hægt að stóla á hvernig verður umhorfs lengur en nokkrar mínútur í senn! Nú er komin út dásamleg barnabók sem tileinkuð er þeim börnum sem alast upp við íslenskt veðurfar 💨 Enda er það ekki alltaf tekið út með sældinni. Árstíðarverurnar eru komnar á stjá!

Verið velkomin í skemmtilegustu bókabúð bæjarins 💃
11/04/2025

Verið velkomin í skemmtilegustu bókabúð bæjarins 💃

  Við lofum að hlusta og bregðast við.
10/04/2025



Við lofum að hlusta og bregðast við.

Árstíðarverur er komin út og er tileinkuð öllum börnum sem alast upp við íslenska veðráttu ☀️❄️🍃🍁Bjarni og bekkjarfélaga...
07/04/2025

Árstíðarverur er komin út og er tileinkuð öllum börnum sem alast upp við íslenska veðráttu ☀️❄️🍃🍁

Bjarni og bekkjarfélagar hans eru að læra um árstíðirnar í skólanum. Hann verður því heldur hissa þegar hann vaknar einn vormorgun og allt er á kafi í snjó! Þetta passar alls ekki við það sem kennarinn sagði. Hann fer út að rannsaka málið en hittir þá fyrir kúnstugar verur sem segjast stýra veðrinu en verst er að þær eru að rífast!

Bjarni og bekkjarfélagar hans eru að læra um árstíðirnar í skólanum. Hann verður því heldur hissa þegar hann vaknar einn...

Á degi barnabókarinnar er það okkur sérstök ánægja að tilkynna að dásamlega bókin Árstíðarverur eftir Diljá Hvannberg Ga...
02/04/2025

Á degi barnabókarinnar er það okkur sérstök ánægja að tilkynna að dásamlega bókin Árstíðarverur eftir Diljá Hvannberg Gagu og Linn Janssen er á leiðinni í verslanir á morgun! Við fögnum útgáfunni í bókabúð Sölku á laugardaginn kl. 14, öll velkomin 🍃☀️🍁❄️

Kúnstpása og hennar góði höfundur í Morgunblaðinu í dag 💫
01/04/2025

Kúnstpása og hennar góði höfundur í Morgunblaðinu í dag 💫

Krimmar og klassík 📚 opið til 16 í dag og veðrið í miðbænum að sýna sínar bestu hliðar ☀️
29/03/2025

Krimmar og klassík 📚 opið til 16 í dag og veðrið í miðbænum að sýna sínar bestu hliðar ☀️

Sæunn segir frá Kúnstpásu í Kiljunni í kvöld, mælum með að horfa 📚📚
26/03/2025

Sæunn segir frá Kúnstpásu í Kiljunni í kvöld, mælum með að horfa 📚📚

Við fögnuðum útgáfu Kúnstpásu og það var gaman 💃📚💃 fleiri myndir af gleðinni rötuðu á Smartland 💫 hlekkur í fyrstu athug...
25/03/2025

Við fögnuðum útgáfu Kúnstpásu og það var gaman 💃📚💃 fleiri myndir af gleðinni rötuðu á Smartland 💫 hlekkur í fyrstu athugasemd 💫

Kúnstpása eftir Sæunni Gísladóttur er komin í verslanir 💛🩷Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á fra...
24/03/2025

Kúnstpása eftir Sæunni Gísladóttur er komin í verslanir 💛🩷

Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á framabraut í Leipzig sem ætlaði alls ekki að flytja strax aftur heim til Íslands. En þegar heimsfaraldur geisar og öllum tónleikahúsum Evrópu er skellt í lás samþykkir hún að koma heim og reka bókabúð afa síns sumarlangt í heillandi smábæ á hjara veraldar. Og ef þessi óvænta kúnstpása skapaði ekki nógu mikla óreiðu í lífi Sóleyjar bæta kynnin af leiðsögumanninum Óskari sannarlega ekki úr skák.

Um miðja síðustu öld stígur unga ekkjan Sigríður af skipsfjöl í sama smábæ. Hún ætlar að opna verslun í karlaveldi með mótlætinu sem því fylgir. Hún á þó eftir að komast að því að konur eru konum bestar og að það er alltaf ljós við enda ganganna.

Kúnstpása er fyrsta skáldsaga Sæunnar Gísladóttur. Í henni fléttast saman líf og örlög tveggja ungra kvenna á ólíkum tímum. Óvænt tækifæri banka upp á og ástin kveður sér hljóðs þvert á allar fyrirætlanir.

Salka gefur út og selur bækur hér og í bókabúð Sölku á Hverfisgötu 89-93. Við gefum út skáldsögur, barnabækur, matreiðslubækur og allar bækur sem okkur þykja skemmtilegar. Í bókabúðinni á Hverfisgötu er frábært úrval íslenskra og erlendra bóka. Þar höldum við skemmti...

Address

Hverfisgata 89-93
Reykjavík
101

Opening Hours

Monday 11:00 - 18:00
Tuesday 11:00 - 18:00
Wednesday 11:00 - 18:00
Thursday 11:00 - 18:00
Friday 11:00 - 18:00
Saturday 12:00 - 16:00

Telephone

+3547762400

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Salka posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Salka:

Share

Category

Our Story

Salka gefur út allt frá matreiðslubókum að ljóðabókum og frá fræðibókum að barnabókum. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða og kaupa bækur á forlagsverði (sama verði og í netverslun).

Salka er til húsa á Suðurlandsbraut 4, 2. hæð, 108 Reykjavík og er bæði bókabúð og bókaútgáfa.

Það er opið allan sólarhringinn á salka.is en skrifstofa Sölku er lokuð fram yfir verslunarmannahelgi vegna sumarfría starfsmanna. Við sendum pantanir reglulega en búast má við að einhverjir dagar líði frá pöntun til afhendingar..

Starfsmenn Sölku og eigendur eru Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttur. Í gegnum tíðina hefur Salka gefið út gott úrval handbóka og ætlum við okkur að halda því áfram í bland við útgáfu á góðum barnabókum, skáldsögum, bókum almenns eðlis og öllu því sem gefur lífinu lit.