Salka

Salka Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk!

Salka gefur út allt frá matreiðslubókum að ljóðabókum og frá fræðibókum að barnabókum. Útgáfan er rekin af Dögg Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur, sem jafnframt eru eigendur hennar.

Húrra fyrir Árstíðarverum sem bóksalar völdu aðra bestu barnabók ársins 📚🏆 við erum ekkert hissa enda er hún dásamleg í ...
10/12/2025

Húrra fyrir Árstíðarverum sem bóksalar völdu aðra bestu barnabók ársins 📚🏆 við erum ekkert hissa enda er hún dásamleg í alla staði! Til hamingju Diljá og Linn ❤️

Bóksalar landsins völdu Sjáanda eftir Ester Hilmarsdóttur þriðju bestu íslensku skáldsöguna og bókakápuna þá fegurstu í ...
10/12/2025

Bóksalar landsins völdu Sjáanda eftir Ester Hilmarsdóttur þriðju bestu íslensku skáldsöguna og bókakápuna þá fegurstu í flóðinu þetta árið 📚Kápuna hannaði Bylgja Rún Svansdóttir 👏 til hamingju báðar tvær ❤️

10/12/2025

Þegar jólakötturinn eignast kettlinga fer allt úr skorðum hjá Skjóðu Grýludóttur. Nú er komin út bók um jólaundirbúninginn hennar!

Við lengjum opnunartímann í aðdraganda jólanna! Verið hjartanlega velkomin í bókabúð Sölku á Hverfisgötu þar sem huggule...
09/12/2025

Við lengjum opnunartímann í aðdraganda jólanna! Verið hjartanlega velkomin í bókabúð Sölku á Hverfisgötu þar sem huggulegheitin ráða för. Frábært úrval bóka, notaleg stemning, happy hour á bókabarnum og við pökkum inn í fallegan pappír!

Sjáandi hefur fengið frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Og svo er hún svo falleg í jólapakkann! „Frá öllu fjörinu...
09/12/2025

Sjáandi hefur fengið frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Og svo er hún svo falleg í jólapakkann!

„Frá öllu fjörinu er sagt á kjarnyrtu máli af einlægri frásagnargleði með líflegum samtölum að ógleymdri frábærri persónusköpun og miklum húmor.„
Skáld.is

„Frásögnin er byggð upp af skrautlegum sögum af lífinu í sveitinni en uppákomurnar sem sagt er frá bera vott um mikið hugmyndaflug höfundar. Sagan er skemmtilega skrifuð, sneisafull af sniðugum smáatriðum og lýsingarnar eru sumar óborganlegar.“
Morgunblaðið

„Þrælskemmtileg saga um samsetta fjölskyldu í íslenskri sveit, sögð á einstaklega léttan og leikandi hátt ... Helsti styrkur sögunnar er orðfæri höfundar og frásagnargleðin sem er næstum því áþreifanleg. Ester er sögumaður af guðs náð ... frábær skemmtun sem getur eflaust skemmt flestum á aldrinum 15-115 ára þessi jólin!“
Bókastoðin

Bókinni Ísbirnir eftir Sólveigu Pálsdóttur var fagnað í Sölku á dögunum og mættu fjölmargir af tryggum lesendum og aðdáe...
08/12/2025

Bókinni Ísbirnir eftir Sólveigu Pálsdóttur var fagnað í Sölku á dögunum og mættu fjölmargir af tryggum lesendum og aðdáendum Sólveigar til að samfagna með henni 📚
Myndir: Sunna Ben 📸

Þegar höfundurinn er töluvert hávaxnari en útgefendurnir vandast myndatökumálin 😂
08/12/2025

Þegar höfundurinn er töluvert hávaxnari en útgefendurnir vandast myndatökumálin 😂

„...fléttan er ótrúlega þétt og vel unnin. Á henni eru margir óvæntir snúningar og Sólveigu tekst að leiða lesendur sína...
08/12/2025

„...fléttan er ótrúlega þétt og vel unnin. Á henni eru margir óvæntir snúningar og Sólveigu tekst að leiða lesendur sína áfram, halda þeim spenntum og gefur aldrei of mikið upp í einu en það er aðalsmerki góðra glæpasagnahöfunda."

Steingerður Steinarsdóttir, Lifðu núna

Það var tvöföld hamingja í höfuðstöðvum Sölku þegar kunngert var að Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur hlaut tilnefn...
04/12/2025

Það var tvöföld hamingja í höfuðstöðvum Sölku þegar kunngert var að Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur hlaut tilnefningu til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna og Rækjuvík eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna ❤️ Til hamingju báðar tvær, þið eruð svo sannarlega vel að þessu komnar ❤️

Rækjuvík er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Til hamingju elsku Lóa og takk fyrir að skrifa svona vandaðar o...
03/12/2025

Rækjuvík er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Til hamingju elsku Lóa og takk fyrir að skrifa svona vandaðar og skemmtilegar bækur fyrir börn!

Í umsögn dómnefndar segir: Fyndin og ómótstæðilega falleg hversdagssaga með skrautlegum, hlýjum og eftirminnilegum persónum. Lesendur eiga vafalaust eftir að njóta sögunnar en einnig vönduðum frágangi bókarinnar, sem býður upp á áframhaldandi skemmtun jafnvel eftir að lestri lýkur.

Eftir langan, dimman vetur og vægast sagt glatað vor, er sólin loksins mætt til Reykjavíkur. Tvíburasystkinin Inga og Baldur eru...

Eftirför er tilnefnd til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna, Blóðdropans! Til hamingju elsku Anna Rún! Í umsögn dómnefndar ...
03/12/2025

Eftirför er tilnefnd til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna, Blóðdropans! Til hamingju elsku Anna Rún!

Í umsögn dómnefndar segir: Trúverðug og raunsönn lýsing á einelti unglinga og átakanlegum afleiðingum þess með góðri persónusköpun og lifandi frásagnarmáta. Spennandi og vel uppbyggð saga sem heldur lesandanum vel við efnið.

„Þögnin var nánast áþreifanleg. Það eina sem heyrðist í þröngu og skítugu rýminu var hans eigin andardráttur sem hljómaði skyndilega...

Address

Hverfisgata 89-93
Reykjavík
101

Opening Hours

Monday 11:00 - 18:00
Tuesday 11:00 - 18:00
Wednesday 11:00 - 18:00
Thursday 11:00 - 18:00
Friday 11:00 - 18:00
Saturday 12:00 - 16:00

Telephone

+3547762400

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Salka posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Salka:

Share

Category

Our Story

Salka gefur út allt frá matreiðslubókum að ljóðabókum og frá fræðibókum að barnabókum. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða og kaupa bækur á forlagsverði (sama verði og í netverslun).

Salka er til húsa á Suðurlandsbraut 4, 2. hæð, 108 Reykjavík og er bæði bókabúð og bókaútgáfa.

Það er opið allan sólarhringinn á salka.is en skrifstofa Sölku er lokuð fram yfir verslunarmannahelgi vegna sumarfría starfsmanna. Við sendum pantanir reglulega en búast má við að einhverjir dagar líði frá pöntun til afhendingar..

Starfsmenn Sölku og eigendur eru Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttur. Í gegnum tíðina hefur Salka gefið út gott úrval handbóka og ætlum við okkur að halda því áfram í bland við útgáfu á góðum barnabókum, skáldsögum, bókum almenns eðlis og öllu því sem gefur lífinu lit.