Íslenska stærðfræðafélagið

Íslenska stærðfræðafélagið Tilgangur félagsins er sá að stuðla að samstarfi og kynnum þeirra manna hér á landi, sem lokið hafa háskólaprófi í stærðfræðilegum greinum. Föstudaginn 31.

Íslenska stærðfræðafélagið var stofnað árið 1947. Í gerðabók félagsins er eftirfarandi frásögn af stofnfundinum. október 1947, sem er sjötíu ára afmælisdagur dr. Ólafs Daníelssonar, komu saman á heimili hans nokkrir menn og stofnuðu með sér félag. Félagið heldur fundi, þar sem einstakir félagsmenn skýra frá athugunum sínum á stærðfræðilegum viðfangsefnum, og skulu umræður um efnið fara fram, ef þe

ss er óskað. Stofnfélagar voru 15 talsins en ekki hlaut félagsskapurinn nafn fyrr en rúmum fjórum árum síðar. Í dag eru félagsmenn á þriðja hundrað talsins.

Áhugaverð grein um Ólaf Dan stærðfræðing. Hlekkur í athugasemd.
20/05/2025

Áhugaverð grein um Ólaf Dan stærðfræðing. Hlekkur í athugasemd.

26/11/2024

Fimmtudaginn 28. nóvember mun Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Háskóla íslands halda fyrir lestur um erfðir þátttöku í rannsóknum. Fyrirlesturinn hefst 17:00 í stofu V-157, VR-II, Háskóla Íslands. Eins og venja er mun vera heitt á könunni frá 16:30.

Titill: "Erfðir þátttöku í rannsóknum" (E: The genetics of participation")
Ágrip: Þátttökubjögun er þekkt vandamál í vísindarannsóknum og erfðafræðirannsóknir eru þar engin undantekning. Besta leiðin til að rannsaka erfðir þátttökubjögunar væri að bera saman DNA þáttakenda við DNA þeirra sem taka ekki þátt. Það er að sjálfsögðu ekki hægt þar sem DNA þeirra sem taka ekki þátt liggur ekki fyrir. Hins vegar, þá eru erðafræðigögn einstök að því leyti að erfðaupplýsingar erfast og allir einstaklingar eru skyldir ef við förum nógu langt aftur í ættartréð. Með því að nýta þessa eiginleika erfðafræðigagna þá er hægt að rannsaka þáttökubjögun í erfðafræðirannsóknum einvörðungu út frá gagnasafninu sjálfu. (Sjá: Benonisdottir, S., & Kong, A. (2023). Studying the genetics of participation using footprints left on the ascertained genotypes. Nature Genetics, 55(8), 1413-1420.)

22/10/2024

Fimmtudaginn 24. október mun Olivier Moschetta við Háskólann í Reykjavík flytja erindi um drefiföll og notkun þeirra. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.00 í VR-2, stofu 261 í HÍ. Eins og venja er mun vera heitt á könnunni frá 16.30.

Ágrip: Dreififöll útvíkka fallshugtakið í stærðfræðigreiningu og eru víða notuð til að finna svokallaðar veikar lausnir á hlutafleiðujöfnu þegar er erfitt að sanna tilvist klassískra lausna. Dreififöll koma einnig oft til máls í ósamfelldum verkefnum í eðlisfræði þar sem lausnir eru ekki venjuleg föll (til dæmis Dirac málið). Dreififöll má rekja til svokallaðra Green falla en veikar lausnir hlutafleiðujafna má finna í verkum Sergei Sobolev (ca 1935). Franski stærðfræðingurinn Laurent Schwartz skilgreindi svo dreififöll í almennari ramma stuttu síðar og hlaut Fields verðlaun árið 1950 fyrir þau verk.
Í þessum fyrirlestri verður farið yfir sögulegt samhengi og helstu skilgreiningar. Við tengjum dreififöll við ýmis þekkt viðfangsefni í stærðfræðigreiningunni og sýnum dæmi um hagnýtingu dreififalla á sviði hlutafleiðujafna og líkindafræði.

20/09/2024

Stjórn Minningarsjóðs Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings auglýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn

Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar var stofnaður í upphafi árs 2024 af Heiði Hjaltadóttur, móður Hjalta Þórs, en hann féll frá 15. desember 2023. Tilgangur sjóðsins er að hvetja efnilega stærðfræðinema til dáða og gefa þeim tækifæri til framhaldsnáms í stærðfræði.

Nemendur sem lokið hafa kröfum fyrstu tveggja námsára í stærðfræði við Háskóla Íslands eiga kost á að sækja um styrki í sjóðinn.

Fyrstu styrkir úr Minningarsjóði Hjalta Þórs verða veittir nú í nóvember og stefnt er að því að veita tvo styrki. Opið er fyrir umsóknir til 31. október nk. og skulu umsóknir sendar á netfangið [email protected].

Umsækjendur skulu skrifa stutta greinargerð um sjálfa sig, þar sem eftirfarandi þarf að koma fram:

Námsárangur.
Áhugasvið.
Framtíðaráform varðandi nám.
Hvernig umsækjandi hyggst nýta styrkinn.
Annað sem umsækjandi telur skipta máli og tengist stærðfræðinámi, svo sem kennslureynsla eða þátttaka í stærðfræðikeppnum og rannsóknaverkefnum.

Auk þess skal óska eftir umsögn kennara sem þekkir háskólanám umsækjanda vel. Kennari sendi umsögnina beint á netfang sjóðsins [email protected].

Stjórn Minningarsjóðs Hjalta Þórs fer yfir og metur umsóknir. Öllum umsækjendum verður svarað um leið og styrkhafar hafa verið valdir. Upplýsingar um styrkveitingarathöfnina verða auglýstar síðar.

08/08/2024

Við viljum vekja athygli félaga á minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings sem lést 15. desember síðastliðinn. Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta stofnaði sjóðinn og verið er að safna framlögum í hann, meðal annars í gegnum Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hægt er að heita á hlaupahópinn á eftirfarandi hlekk: https://www.rmi.is/.../12012-minning-hjalta-thors-lifir... Einnig er tekið við framlögum á bankareikning sjóðsins 0133-15-007489 kt. 440624-0650þ
Tilgangur minningarsjóðsins er að hvetja efnilega stærðfræðinema til dáða og gefa þeim tækifæri til framhaldsnáms í stærðfræði. Nemendur sem lokið hafa kröfum fyrstu tveggja námsára í stærðfræði við Háskóla Íslands eiga kost á að sækja um styrki í sjóðinn í upphafi haustmisseris hvers skólaárs. Sjóðurinn veitir að öllu jöfnu einn til tvo styrki ár hvert, í samræmi við tilgang sjóðsins.
Hjalti Þór snerti marga á sinni stuttu æfi, en hann var við doktorsnám í stærðfræði við ETH í Zürich í Sviss þegar hann lést. Hjalti hugðist útskrifast nú í júní 2024, en því miður fylltist hugur hans ranghugmyndum sem áttu sér engar stoðir í raunveruleikanum, en urðu honum að bana.
Hjalti átti mjög marga ættingja, vini og kunningja, en hann var afar vel liðinn og sakna allir hans sárt og vilja minningu Hjalta Þórs á lofti um ókomin ár.

16/04/2024

Fyrirlestur um tilfallandi ræð horn Langleys - Sigurður Jens Albertsson

Tími: Þriðjudaginn, 16. apríl 2024 - 16:30
Staðsetning: Háskóli Íslands, VR-II, stofa 157

Þriðjudaginn 16. apríl mun Sigurður Jens Albertsson flytja erindi um tilfallandi ræð horn Langleys. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.00 í VR-2, stofu 157 í HÍ. Eins og venja er mun vera heitt á könnunni frá 16.30.

Ágrip: Flestir hafa fengist við viðfangsefni þar sem reikna skal stærð horns í flatarmynd. Gjarnan er hornafallareglum á þríhyrninga beitt og þá er iðulega stuðst við tölulegar afrúnanir. Það kemur oft spánskt fyrir sjónir þegar stærð hornsins reynist vera heil tala gráða. Með sígildum aðferðum má sannreyna að svo sé, en þá oft með töluverðri fyrirhöfn. Ýmsar slíkar tilfallandi flatarmyndir finnast og í fljótu bragði ekki margt sem þær virðast eiga sameiginlegt fyrir utan duttlunguna. Þessar heillandi tiktúrur rúmfræðinnar verða kynntar og glöggvað á því hvernig þær koma til.

Vel sóttur jólafyrirlestur.
28/12/2023

Vel sóttur jólafyrirlestur.

28/12/2023

Hlekkur á streymi.

Topic: Jolafyrirlestur Islenska stærðfræðafelagsins

Time: Dec 28, 2023 04:45 PM Reykjavik



Join Zoom Meeting

https://eu01web.zoom.us/j/66136357746



Meeting ID: 661 3635 7746



---



Join by SIP

[email protected]

[email protected]



---



Join by H.323

• 109.105.112.236

• 109.105.112.235



Meeting ID: 661 3635 7746

Zoom is the leader in modern enterprise video communications, with an easy, reliable cloud platform for video and audio conferencing, chat, and webinars across mobile, desktop, and room systems. Zoom Rooms is the original software-based conference room solution used around the world in board, confer...

Í jólafyrirlestri Íslenska stærðfræðafélagsins mun Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands, halda ...
20/12/2023

Í jólafyrirlestri Íslenska stærðfræðafélagsins mun Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands, halda minningarfyrirlestur um Sigurð Helgason sem lést 3. desember síðastliðinn. Boðið verður upp á kaffi og súkkulaði fyrir erindið. Fyrirlesturinn verður einnig aðgengilegur í streymi.

Staður: Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur 023.
Dagsetning: 28. desember.
Kaffi og súkkulaði: 15.30 - 16.00.
Fyrirlestur: 16.00 - 17.00.

20/11/2023

Miðvikudaginn 22. nóvember mun María Óskarsdóttir flytja erindi um mikilvægi hnúta í netum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.00 í VR-2, stofu 157 í HÍ. Eins og venja er mun vera heitt á könnunni frá 16.30.

Um mikilvægi hnúta í netum

Hægt er að tákna ýmis fyrirbæri bæði í raunheimum og hinum stafræna heimi með netum, það er að segja, einingum (hnútum) sem tengjast á einhvern hátt (með leggjum). Til dæmis má nefna tengslanet, tölvunet og fjármálanet, en net finnast einning í líffræði, verkfræði og á fleiri fræðasviðum. Eitt meginverkefni í greiningu slíkra neta er að finna hvaða hnútar eru mikilvægir. Hægt er að skilgreina og mæla mikilvægi á mismunandi vegu, og finna þannig hnúta sem eru tengdir mörgum öðrum hnútum, eða eru staðsettir þannig að þeir stjórna upplýsingaflæði, eða jafnvel flæði slúðurs og sýkinga. PageRank reikniritið hefur verið notað til að mæla mikilvægi hnúta, en það var þróað til að raða vefsíðum í leitarvélum. Hægt er að sérsníða röðunina þannig að hnútar sem eru mikilvægir miðað við (eða nálægt) fyrirfram skilgreindu mengi hnúta verði áhrifameiri.. Þessi nálgun hefur verið notuð til að bera kennsl á ákveðna hegðun í netum þar sem félagsleg áhrif eru sterk, til dæmis fjármálassvik og brotthvarf.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um aðferðir sem mæla mikilvægi hnúta í netum og hvernig finna má áhrifamikla hnúta. Sérstök athygli verður lögð á PageRank reikniritið og hvernig má útvíkka það að mismunandi tegundum neta, meðal annars tvíhlutanetum og fjöllaga netum.

Sýnt verður hvernig nýta má reikniritið við lánshæfismat og til að finna sviksamar vátryggingakröfur.

Helgina 14.-15. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um h...
02/10/2023

Helgina 14.-15. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um hádegi á laugardegi og lýkur um kaffileytið á sunnudegi. Nánari dagskrá verður send út flj́ótlega.

Þátttökugjald er 22.000 kr og innifalið í gjaldinu er einnig kaffi og með því í hléum, hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, kvöldverður á laugardagskvöldi og morgunmatur á sunnudeginum. Við vekjum athygli á því að drykkir eru ekki seldir á staðnum en þátttakendum er heimilt að taka þá með.

Gistiaðstaðan er í heimavistarstíl og mjög takmarkaður fjöldi einkaherbergja í boði. Salernisaðstaða er sameiginleg. Þátttakendur þurfa að koma með handklæði og rúmföt (sængurver, koddaver og lak). Ef þið viljið heldur gista í einstaklingsgistingu með meiri þjónustu bendum við ykkur á að athuga með hótelgistingu t.d. á Hvammstanga eða Laugarbakka. Munið eftir sundfötum!

Skráning fer fram á hlekknum: https://forms.gle/kFtHA14kZMP6dMoK9
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst ef þið hyggist taka þátt, og í seinasta lagi fyrir sunnudaginn 8. október.

Helgina 14.-15. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um hádegi á laugardegi og lýkur um kaffileytið á sunnudegi. Nánari dagskrá verður send út flj́ótlega. Þátttökugjald er 22.000 kr og innifalið í gjaldinu ...

Fyrsti fyrirlestur haustsins verður haldinn fimmtudaginn 14. september. Þar mun Małgorzata Terepeta, prófessor við Tækni...
06/09/2023

Fyrsti fyrirlestur haustsins verður haldinn fimmtudaginn 14. september. Þar mun Małgorzata Terepeta, prófessor við Tækniháskólann í Łódź, Póllandi halda fyrirlestur um sögu fastapunktssetningu Banachs. Við byrjum kl. 16.30 með kaffi og meðlæti og fyrirlesturinn hefst kl 17. Athugið að fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Fyrirlesari: Małgorzata Terepeta
Staður: Háskóli Íslands, Askja, stofa N-132
Tími: 14. september, 16.30 - 18.00.

Titill: History of the Banach Fixed Point Theorem
Ágrip: On June 24, 1920 Stefan Banach presented his doctoral dissertation titled O operacjach na zbiorach abstrak-cyjnych i ich zastosowaniach do równań całkowych (On operations on abstract sets and their applications to integral equations) to the Philosophy Faculty of Jan Kazimierz University in Lvov. He passed his PhD examinations in mathematics, physics and philosophy, and in January 1921 he received his PhD degree. A year later, he published the results of his doctorate in Fundamenta Mathematicae. Among them there was the theorem known today as the Banach Fixed Point Theorem or the Banach Contraction Principle. It is one of the most famous theorems in mathematics, one of many under the name of Banach. It concerns certain mappings (called contractions) of a complete metric space into itself and it gives the conditions sufficient for the existence and uniqueness of a fixed point of such mapping. In 2022 we had a centenary of publishing this theorem and we in the talk there will be presented its most important modifications and generalizations, several contractive conditions, the converse theorems and some applications.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Íslenska stærðfræðafélagið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Íslenska stærðfræðafélagið:

Share