Íslenska stærðfræðafélagið

Íslenska stærðfræðafélagið Tilgangur félagsins er sá að stuðla að samstarfi og kynnum þeirra manna hér á landi, sem lokið hafa háskólaprófi í stærðfræðilegum greinum. Föstudaginn 31.

Íslenska stærðfræðafélagið var stofnað árið 1947. Í gerðabók félagsins er eftirfarandi frásögn af stofnfundinum. október 1947, sem er sjötíu ára afmælisdagur dr. Ólafs Daníelssonar, komu saman á heimili hans nokkrir menn og stofnuðu með sér félag. Félagið heldur fundi, þar sem einstakir félagsmenn skýra frá athugunum sínum á stærðfræðilegum viðfangsefnum, og skulu umræður um efnið fara fram, ef þe

ss er óskað. Stofnfélagar voru 15 talsins en ekki hlaut félagsskapurinn nafn fyrr en rúmum fjórum árum síðar. Í dag eru félagsmenn á þriðja hundrað talsins.

Kæra félagsfólk,Helgina 18.-19. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dags...
02/10/2025

Kæra félagsfólk,

Helgina 18.-19. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um hádegi á laugardegi og lýkur um kaffileytið á sunnudegi. Nánari dagskrá verður send út flj́ótlega.

Þátttökugjald er 28.000 kr og innifalið í gjaldinu er einnig kaffi og með því í hléum, hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, kvöldverður á laugardagskvöldi og morgunmatur á sunnudeginum. Við vekjum athygli á því að drykkir eru ekki seldir á staðnum en þátttakendum er heimilt að taka þá með.

Gistiaðstaðan er í heimavistarstíl og mjög takmarkaður fjöldi einkaherbergja í boði. Salernisaðstaða er sameiginleg. Þátttakendur þurfa að koma með handklæði og rúmföt (sængurver, koddaver og lak). Ef þið viljið heldur gista í einstaklingsgistingu með meiri þjónustu bendum við ykkur á að athuga með hótelgistingu t.d. á Hvammstanga eða Laugarbakka. Munið eftir sundfötum!

Skráning fer fram á hlekknum: https://forms.gle/L4GoUWEDUhkyhU9JA
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst ef þið hyggist taka þátt.

Dagskráin er ekki fullskipuð, svo ef þið hafið efni í erindi sem þið viljið kynna á ráðstefnunni þá megið þið gjarnan senda titil og ágrip á [email protected].

Kveðja,
Stjórnin

Helgina 18.-19. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um hádegi á laugardegi og lýkur um kaffileytið á sunnudegi. Nánari dagskrá verður send út flj́ótlega. Þátttökugjald er 28.000 kr (14.000 fyrir nemendur í ...

Áhugaverð grein um Ólaf Dan stærðfræðing. Hlekkur í athugasemd.
20/05/2025

Áhugaverð grein um Ólaf Dan stærðfræðing. Hlekkur í athugasemd.

26/11/2024

Fimmtudaginn 28. nóvember mun Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Háskóla íslands halda fyrir lestur um erfðir þátttöku í rannsóknum. Fyrirlesturinn hefst 17:00 í stofu V-157, VR-II, Háskóla Íslands. Eins og venja er mun vera heitt á könunni frá 16:30.

Titill: "Erfðir þátttöku í rannsóknum" (E: The genetics of participation")
Ágrip: Þátttökubjögun er þekkt vandamál í vísindarannsóknum og erfðafræðirannsóknir eru þar engin undantekning. Besta leiðin til að rannsaka erfðir þátttökubjögunar væri að bera saman DNA þáttakenda við DNA þeirra sem taka ekki þátt. Það er að sjálfsögðu ekki hægt þar sem DNA þeirra sem taka ekki þátt liggur ekki fyrir. Hins vegar, þá eru erðafræðigögn einstök að því leyti að erfðaupplýsingar erfast og allir einstaklingar eru skyldir ef við förum nógu langt aftur í ættartréð. Með því að nýta þessa eiginleika erfðafræðigagna þá er hægt að rannsaka þáttökubjögun í erfðafræðirannsóknum einvörðungu út frá gagnasafninu sjálfu. (Sjá: Benonisdottir, S., & Kong, A. (2023). Studying the genetics of participation using footprints left on the ascertained genotypes. Nature Genetics, 55(8), 1413-1420.)

22/10/2024

Fimmtudaginn 24. október mun Olivier Moschetta við Háskólann í Reykjavík flytja erindi um drefiföll og notkun þeirra. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.00 í VR-2, stofu 261 í HÍ. Eins og venja er mun vera heitt á könnunni frá 16.30.

Ágrip: Dreififöll útvíkka fallshugtakið í stærðfræðigreiningu og eru víða notuð til að finna svokallaðar veikar lausnir á hlutafleiðujöfnu þegar er erfitt að sanna tilvist klassískra lausna. Dreififöll koma einnig oft til máls í ósamfelldum verkefnum í eðlisfræði þar sem lausnir eru ekki venjuleg föll (til dæmis Dirac málið). Dreififöll má rekja til svokallaðra Green falla en veikar lausnir hlutafleiðujafna má finna í verkum Sergei Sobolev (ca 1935). Franski stærðfræðingurinn Laurent Schwartz skilgreindi svo dreififöll í almennari ramma stuttu síðar og hlaut Fields verðlaun árið 1950 fyrir þau verk.
Í þessum fyrirlestri verður farið yfir sögulegt samhengi og helstu skilgreiningar. Við tengjum dreififöll við ýmis þekkt viðfangsefni í stærðfræðigreiningunni og sýnum dæmi um hagnýtingu dreififalla á sviði hlutafleiðujafna og líkindafræði.

Address

Dunhagi 7
Reykjavík
107

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Íslenska stærðfræðafélagið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Íslenska stærðfræðafélagið:

Share