Land & Saga

Land & Saga Tímarit um ferðamál,menningu og viðskipti.

Við Breiðan BreiðafjörðBreiðafjörður, er einstakur. Einn stærsti fjörður landsins, á miðju Vesturlandi, milli Vestfjarða...
17/11/2025

Við Breiðan Breiðafjörð
Breiðafjörður, er einstakur. Einn stærsti fjörður landsins, á miðju Vesturlandi, milli Vestfjarðakjálkans í norðri og Snæfellsnes í suðri. Við enda þessa 125 km langa og 50 km breiða fjarðar eru Dalirnir, þar liggur, Búðardalur eitt af s*x þéttbýliskjörnum við Breiðafjörð, hinir fimm, Stykkishólmur, Grundarfjörður, Ólafsvík, Rif og Hellissandur eru allir á norðanverðu Snæfellsnesi. Lífríki og náttúra þessa grunna fjarðar, sem tilheyrir elsta berggrunns Íslands, sem er 6 til 12 milljón ára gamalt, er einstakt. Það eru yfir 3000 eyjar og sker í firðinum, sem er mikilvægt hrygningar- og uppeldissvæði fyrir margar fiskitegundir, eins og þorsk, rækju, hörpudisk og hrognkelsi. Eins er stór hluti af íslensku sela stofnunum sem heldur sig í og við Breiðafjörð. Eins er fjörðurinn eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir fuglalíf, eins og Haförninn, en um 80% stofninum lifir í og við Breiðafjörð. Hér eru myndir af náttúru þessa fallega fjarðar, sem er aðeins í rúmlega tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Höfuðborg norðursinsAkureyri er ekki bara stærsti bær landsins, fyrir utan suðvesturhornið, heldur líka einstaklega vel ...
03/08/2025

Höfuðborg norðursins
Akureyri er ekki bara stærsti bær landsins, fyrir utan suðvesturhornið, heldur líka einstaklega vel staðsettur í botni Eyjafjarðar á miðju Norðurlandi. Á Eyjafjarðarsvæðinu búa rétt rúmlega þrjátíu þúsund manns, tveir þriðju á Akureyri. Bærinn er bæði menningar, mennta og þjónustubær, ekki bara fyrir næsta nágrenni, heldur fyrir þriðjung landsins, frá Skagafirði og austur á firði. Akureyri er ungur bær, árið 1778 var fyrsta íbúðarhúsið reist á staðnum, Akureyri fékk kaupstaðaréttindi 1836, þegar Friðrik VI Danakonungur gaf bænum

réttindin til að efla þéttbýlismyndun sem var nær engin á Íslandi á þeim tíma. Bærinn tók þó ekki vaxa að ráði fyrr en í byrjun síðustu aldar, og hefur vaxið og dafnað vel síðan, orðinn bæði háskólabær, og stór útgerðarbær, með höfuðstöðvar Samherja næst stærsta útgerðarfélag landsins í bænum. Akureyri er einstaklega vel staðsettur bær; það er bæði stutt austur til Mývatns eða á Grjótnes á Melrakkasléttu, eða norður til Grenivíkur og Siglufjarðar, eða nær í Fnjóskadal og Hörgárdal, á leiðinni austur, suður, norður eða vestu

Akureyri er ekki bara stærsti bær landsins, fyrir utan suðvesturhornið, heldur líka einstaklega vel staðsettur í botni Eyjafjarðar á miðju Norðurlandi. Á Eyjafjarðarsvæðinu búa rétt rúmlega þrjátíu þúsund manns, tveir þriðju á Akureyri. Bærinn er bæði menningar, mennta o...

Address

Sidumula 29
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Land & Saga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Land & Saga:

Share