17/11/2025
Við Breiðan Breiðafjörð
Breiðafjörður, er einstakur. Einn stærsti fjörður landsins, á miðju Vesturlandi, milli Vestfjarðakjálkans í norðri og Snæfellsnes í suðri. Við enda þessa 125 km langa og 50 km breiða fjarðar eru Dalirnir, þar liggur, Búðardalur eitt af s*x þéttbýliskjörnum við Breiðafjörð, hinir fimm, Stykkishólmur, Grundarfjörður, Ólafsvík, Rif og Hellissandur eru allir á norðanverðu Snæfellsnesi. Lífríki og náttúra þessa grunna fjarðar, sem tilheyrir elsta berggrunns Íslands, sem er 6 til 12 milljón ára gamalt, er einstakt. Það eru yfir 3000 eyjar og sker í firðinum, sem er mikilvægt hrygningar- og uppeldissvæði fyrir margar fiskitegundir, eins og þorsk, rækju, hörpudisk og hrognkelsi. Eins er stór hluti af íslensku sela stofnunum sem heldur sig í og við Breiðafjörð. Eins er fjörðurinn eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir fuglalíf, eins og Haförninn, en um 80% stofninum lifir í og við Breiðafjörð. Hér eru myndir af náttúru þessa fallega fjarðar, sem er aðeins í rúmlega tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.