Benedikt bókaútgáfa

Benedikt bókaútgáfa Bókaútgáfa – staðföst og sveigjanleg í senn. Benedikt bókaútgáfa er með höfuðstöðvar í Reykjavík.

Við viljum vera staðföst og sveigjanleg í senn, með fjölbreyttan útgáfulista, fyrsta flokks litteratúr, ánægða höfunda og fjölbreytilegar hugmyndir. Við viljum veita höfundum alla þá þjónustu sem vænta má frá vönduðu forlagi, ritstjórn, yfirlestur, frágang og markaðssetningu. Við viljum að auki veita persónulegri þjónustu, sérsniðna að hverjum og einum. Í krafti smæðar getum við fókuserað betur á það sem þarf til þess að hver og einn blómstri.

Þær eru loksins fáanlegar aftur, klassísku metsölubækurnar eftir Auði Övu Ólafsdóttur: Afleggjarinn, Rigning í nóvember ...
21/08/2025

Þær eru loksins fáanlegar aftur, klassísku metsölubækurnar eftir Auði Övu Ólafsdóttur: Afleggjarinn, Rigning í nóvember og Undantekningin. Allar eiga þessar skáldsögur það sameiginlegt að hafa farið sigurför um Evrópu, hlotið hin ýmsu verðlaun og selst í bílförmum. Þær hafa hins vegar verið ófáanlegar á íslensku um nokkurt skeið og því mikið gleði efni að þær séu komnar aftur í nýjum útgáfum. Húrra! 👏👏👏

Sumarið er ekki búið, nú er hægt að næla sér í skáldsöguna Óhugsandi líf, eftir metsöluhöfundinn Matt Haig, og halda frí...
19/08/2025

Sumarið er ekki búið, nú er hægt að næla sér í skáldsöguna Óhugsandi líf, eftir metsöluhöfundinn Matt Haig, og halda fríinu áfram á Ibiza ☀️🏖️🥂

Matt Haig sló eftirminnilega í gegn með Miðnæturbókasafninu, sem nú er einnig aftur fáanleg. Óhugsandi líf hefur þegar komið út á yfir 20 tungumálum og er talin hafa sérlega góð áhrif á seratónínframleiðslu heilans.

Sneak peek at Eat Frozen Sh*t: How to curse, swear and trash talk in Icelandic 💩Look no further! This book is the only I...
15/08/2025

Sneak peek at Eat Frozen Sh*t: How to curse, swear and trash talk in Icelandic 💩

Look no further! This book is the only Icelandic phrasebook you’ll ever actually need. Eat Frozen S**t is not just a handy guide to “colorful language”, it is so much more!

Included in this book:

* A practical no-bulls**t guide to everyday words and phrases!
* Filthy curse words!
* Funny s*x phrases!
* Essential party vernacular!
* Cool slang!
* Uncool grandparents’ slang!
* Hilarious illustrations!
* A bunch of useless information!
* And more!

Impress your friends and family by learning to curse in one of the oldest languages in the world. It’s a gift that keeps on giving.

Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur er efst á hinsegin leslista hjá Lestrarklefanum! 🏳️‍🌈
14/08/2025

Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur er efst á hinsegin leslista hjá Lestrarklefanum! 🏳️‍🌈

Gaman er að segja frá því að Dj Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur kemur nú út víða í Evrópu og fær allstaðar góðar viðtök...
13/08/2025

Gaman er að segja frá því að Dj Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur kemur nú út víða í Evrópu og fær allstaðar góðar viðtökur 👏

Komin í kilju: Himintungl yfir heimsins ystu brún eftir Jón Kalman Stefánsson! 📖 Ert þú búin að lesa? Tilnefnd til Íslen...
11/08/2025

Komin í kilju: Himintungl yfir heimsins ystu brún eftir Jón Kalman Stefánsson! 📖 Ert þú búin að lesa?

Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️

„Sú áskorun sem Kalman gengst hér undir er stór, erindið brýnt í samtíma okkar og lífi. Hann ræðst hér á flókið og kröfuhart frásagnarform sem egnir lesandann til gagnrýni í lestri á þeim göldrum sem ritsmíðin býr yfir og kallar lesandann í senn til innlifunar og – afstöðu. Það er gaman og fagnaðarefni að fá í hendur svo vandað, yfirgripsmikið og flókið verk. Óskum honum til hamingju og þökkum fyrir.“

- PBB / Heimildin

⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️ ✨

„Himintungl yfir heimsins ystu brún er áhrifarík og sterk söguleg skáldsaga sem fjallar um vel valið efni, grípur átakanlega inn í nútímann rúmum 400 árum eftir þá atburði sem lýst er og mun lengi standa sem ásökun og ákæra á þá sem óttast fjölbreytileikann og fela grimmd sína og græðgi á bak við lygar og falsfréttir.“

- KJJ / Morgunblaðið

„Virkilega mögnuð skáldsaga“

- RSS / Lestrarklefinn

„Þetta er efnismikil og viðburðarík söguleg skáldsaga, full af ytri og innri átökum, sem einkennist af órólegu og spennuþrungnu samspili fortíðarinnar sem lýst er og nútíðarinnar sem horfir á, túlkar og blandar sér óhjákvæmilega í.“

- ÞT / TMM

Til hamingju með daginn öll! 🌈❤️🏳️‍🌈🏳️‍⚧️
09/08/2025

Til hamingju með daginn öll! 🌈❤️🏳️‍🌈🏳️‍⚧️

Eva Rún kom við á skrifstofunni og fékk fyrsta eintakið af Eldri konum í minni kilju. Eldri konur sló eftirminnilega í g...
08/08/2025

Eva Rún kom við á skrifstofunni og fékk fyrsta eintakið af Eldri konum í minni kilju. Eldri konur sló eftirminnilega í gegn og seldist upp, ekki láta hana fram hjá ykkur fara! 📕👵

🌟🌟🌟🌟- Morgunblaðið

🌟🌟🌟🌟- Heimildin

Feykilega magnað - ÞT / Kiljan

„Eldri konur eru „innra gangverk allra samfélaga,“ þær eru mögulega líklegastar til að brúa bilið á milli pólitískra gjáa, stétta, uppruna. Í bókinni birtast konur sem gerendur og ofbeldismenn en einnig þær sem grípa þau sem eru jaðarsett, sem fylgja fólki inn í dauðann, og passa fyrir nágrannana. Þær eru það afl sem heldur samfélaginu gangandi og frásögn aðalpersónunnar krefst þess að við horfumst í augu við „þær“ af heiðarleika; það grimma, flókna og fallega í þeim.“

- Sólveig Ásta Sigurðardóttir / TMM.

Ný og sjóðheit bók að lenda eftir Brynju Hjálmsdóttur og með frábærum teikningum eftir Elín Elísabet Einarsdóttir!Eat fr...
07/08/2025

Ný og sjóðheit bók að lenda eftir Brynju Hjálmsdóttur og með frábærum teikningum eftir Elín Elísabet Einarsdóttir!

Eat frozen s**t!: How to curse, swear and trash talk in Icelandic 💩

Frasabók um íslensk blótsyrði fyrir fólk sem hefur áhuga á eða er að læra íslensku!

Look no further! The book you’re currently holding is the only Icelandic phrasebook you’ll ever actually need. Eat Frozen S**t is not just a handy guide to “colorful language”, it is so much more!

Included in this book:

* A practical no-bulls**t guide to everyday words and phrases!
* Filthy curse words!
* Funny s*x phrases!
* Essential party vernacular!
* Cool slang!
* Uncool grandparents’ slang!
* Hilarious illustrations!
* A bunch of useless information!
* And more!

Impress your friends and family by learning to curse in one of the oldest languages in the world. It’s a gift that keeps on giving.

Smásagnasöfnin Herbergi í öðrum heim og Sápufuglinn, eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur, saman í einni bók 😋
05/08/2025

Smásagnasöfnin Herbergi í öðrum heim og Sápufuglinn, eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur, saman í einni bók 😋

Jón Kalman er góður ferðafélagi⛺️
12/07/2025

Jón Kalman er góður ferðafélagi⛺️

Address

Melhagi 20-22
Reykjavík
107

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Benedikt bókaútgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Benedikt bókaútgáfa:

Share

Category

Benedikt bókaútgáfa

Staðföst og sveigjanleg í senn. Stofnsett haustið 2016. Markmið: Fyrsta flokks litteratúr, fallegar bækur, ánægðir höfundar, æ fleiri lesendur.