
21/08/2025
Þær eru loksins fáanlegar aftur, klassísku metsölubækurnar eftir Auði Övu Ólafsdóttur: Afleggjarinn, Rigning í nóvember og Undantekningin. Allar eiga þessar skáldsögur það sameiginlegt að hafa farið sigurför um Evrópu, hlotið hin ýmsu verðlaun og selst í bílförmum. Þær hafa hins vegar verið ófáanlegar á íslensku um nokkurt skeið og því mikið gleði efni að þær séu komnar aftur í nýjum útgáfum. Húrra! 👏👏👏