200 mílur · mbl.is

200 mílur · mbl.is Allt um hafið, aflann og atvinnulífið á sjó 🌊
Lestu meira á mbl.is/200milur
Ábendingar 👉 [email protected]

200 mílur á mbl.is er alhliða frétta- og upplýsingaveita um allt sem tengist sjávarútvegi á Íslandi. Þar má enn fremur finna nýjustu upplýsingar um geng­isþróun, afurða- og olíu­verð, skipa- og út­gerðaskrá, hafn­a­skrá, kvóta­töl­ur, staðsetn­ingu skipa og þjón­ustu­skrá fyr­ir aðila í sjáv­ar­út­vegi.

Föstudaginn 5. desember voru 40 ár liðin frá stofnun Landssambands smábátaeigenda (LS). Þá tilkynntu formaður og framkvæ...
08/12/2025

Föstudaginn 5. desember voru 40 ár liðin frá stofnun Landssambands smábátaeigenda (LS). Þá tilkynntu formaður og framkvæmdastjóri sambandsins það nýlega að þeir hefðu nú setið sinn síðasta aðalfund.

Veiðigjöld á þorsk hækka á næsta ári um rúm 90% og á makríl um tæplega 151%. Veiðigjald hækkar á alls átta tegundum frá ...
05/12/2025

Veiðigjöld á þorsk hækka á næsta ári um rúm 90% og á makríl um tæplega 151%. Veiðigjald hækkar á alls átta tegundum frá yfirstandandi ári, en lækkar í níu tegundum. Auglýsing atvinnuvegaráðuneytisins um upphæð veiðigjalda á einstaka tegundir 2026 var birt á vef Stjórnartíðinda í dag.

Þennan dag árið 1985 var Landssamband smábátaeigenda stofnað í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í Reykjavík.
05/12/2025

Þennan dag árið 1985 var Landssamband smábátaeigenda stofnað í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í Reykjavík.

Vinna stendur yfir við að lagfæra ýmsa galla sem hafa komið upp í hafrannsóknarskipinu Þórunni Þórðardóttur að undanförn...
05/12/2025

Vinna stendur yfir við að lagfæra ýmsa galla sem hafa komið upp í hafrannsóknarskipinu Þórunni Þórðardóttur að undanförnu.

Rækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki stendur í framkvæmdum þessi misserin en á lóð vinnslunnar hefur grunnur verið lagður a...
05/12/2025

Rækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki stendur í framkvæmdum þessi misserin en á lóð vinnslunnar hefur grunnur verið lagður að nýrri 1.600 fermetra frystigeymslu.

Háafell, dótturfyrirtæki HG í Hnífsdal, greindi frá því í vikunni að ekki hafi þurft að nota lyfja- eða lúsameðhöndlun í...
04/12/2025

Háafell, dótturfyrirtæki HG í Hnífsdal, greindi frá því í vikunni að ekki hafi þurft að nota lyfja- eða lúsameðhöndlun í eldisstarfsemi fyrirtækisins á Vestfjörðum á árinu. Er það raunar annað árið í röð en laxalús er ein helsta áskorun fyrirtækja sem vinna með laxeldi í sjókvíum eins og fram hefur komið.

Vélfag ehf., hátæknifyrirtæki í fiskvinnslubúnaði, hefur verið undir smásjá eftir að félagið var sett á þvingunarlista v...
04/12/2025

Vélfag ehf., hátæknifyrirtæki í fiskvinnslubúnaði, hefur verið undir smásjá eftir að félagið var sett á þvingunarlista vegna ætlaðra tengsla við rússneska útgerðarrisann Norebo.

Ágreiningur innan sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps um fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir hefur blossað upp á ný en framkvæ...
04/12/2025

Ágreiningur innan sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps um fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir hefur blossað upp á ný en framkvæmdirnar miða að því að lengja löndunarbryggu hafnarinnar ásamt öðrum tengdum verkefnum

Þorvaldur Þóroddsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja.
02/12/2025

Þorvaldur Þóroddsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja.

Í síðustu viku hittust Þorsteinn Vilhelmsson og Ómar Sævar Hreinsson í fyrsta sinn í 54 ár eftir alvarlegt slys sem varð...
02/12/2025

Í síðustu viku hittust Þorsteinn Vilhelmsson og Ómar Sævar Hreinsson í fyrsta sinn í 54 ár eftir alvarlegt slys sem varð um borð í skuttogaranum Barða NK sumarið 1971.

Síldarvertíðinni vestan við landið fer að ljúka. Tvö uppsjávarskipa Síldarvinnslunar eru farin á kolmunnaveiðar en eitt ...
02/12/2025

Síldarvertíðinni vestan við landið fer að ljúka. Tvö uppsjávarskipa Síldarvinnslunar eru farin á kolmunnaveiðar en eitt skip er að ljúka sínum síðasta síldartúr.

Í reglugerð sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra setti á fyrir helgi er kveðið á um mikla minnkun veiðiheimilda í byg...
01/12/2025

Í reglugerð sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra setti á fyrir helgi er kveðið á um mikla minnkun veiðiheimilda í byggðapottinum frá því sem var á síðasta fiskveiðiári.

Address

Hádegismóar 2
Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when 200 mílur · mbl.is posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to 200 mílur · mbl.is:

Share