200 mílur á mbl.is

200 mílur á mbl.is 200 mílur á mbl.is er alhliða frétta- og upplýsingaveita um allt sem tengist sjávarútvegi og sjósókn

200 mílur á mbl.is er alhliða frétta- og upplýsingaveita um allt sem tengist sjávarútvegi á Íslandi. Þar má enn fremur finna nýjustu upplýsingar um geng­isþróun, afurða- og olíu­verð, skipa- og út­gerðaskrá, hafn­a­skrá, kvóta­töl­ur, staðsetn­ingu skipa og þjón­ustu­skrá fyr­ir aðila í sjáv­ar­út­vegi.

Vísisskip eru komin af stað eftir sumarstopp hjá fyrirtækinu en ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir er að landa á Grundar...
09/08/2025

Vísisskip eru komin af stað eftir sumarstopp hjá fyrirtækinu en ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir er að landa á Grundarfirði í dag. Aflinn var 53 tonn og var mestmegnis karfi.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Náttúruauðlindastofnun Grænlands veiddi nýverið vænan þorsk. Fiskurinn var 138 sm langur og vó 33 kíló en samkvæmt gögnu...
08/08/2025

Náttúruauðlindastofnun Grænlands veiddi nýverið vænan þorsk. Fiskurinn var 138 sm langur og vó 33 kíló en samkvæmt gögnum stofnunarinnar er hann sá stærsti sem veiðst hefur í rannsóknarleiðöngrum hennar í 17 ár.

Hafrannsóknastofnun hefur síðustu tvö ár fengið aukafjármuni til ráðstöfunar bæði til rannsókna á helstu nytjastofnum á ...
08/08/2025

Hafrannsóknastofnun hefur síðustu tvö ár fengið aukafjármuni til ráðstöfunar bæði til rannsókna á helstu nytjastofnum á Íslandsmiðum sem og til verkefna vegna fiskeldis. Nemur samanlögð fjárhæð 370 milljónum króna.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Strandveiðsjómenn í Skagafirði hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem dragnótaveiðar í firðinum hafa á afkomu minni báta. Þá ...
08/08/2025

Strandveiðsjómenn í Skagafirði hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem dragnótaveiðar í firðinum hafa á afkomu minni báta. Þá hafa skapast umræður um áhrif slíkra veiða á lífríkið en sérfræðingur segir þau vera lítil.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Hafrannsóknastofnunin í Japan fékk nýverið afhent nýtt 12 þúsund metra langt ofurtóg frá Hampiðjunni Advant. Tógið verðu...
08/08/2025

Hafrannsóknastofnunin í Japan fékk nýverið afhent nýtt 12 þúsund metra langt ofurtóg frá Hampiðjunni Advant. Tógið verður notað um borð í rannsónarskipinu KAIMEI sem gerir víðtækar rannsóknir á hafsbotni og jarðlögum undir hafsbotni.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Samskip hyggjast með haustinu efla strandsiglingar sínar með því að koma oftar í hafnir út um land. Þetta er viðbragð vi...
07/08/2025

Samskip hyggjast með haustinu efla strandsiglingar sínar með því að koma oftar í hafnir út um land. Þetta er viðbragð við því að Eimskip er nú að hætta sínum siglingum við ströndina, það er á Vestfjörðum og Norðurlandi.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Fiskveiðiauðlindin á Íslandsmiðum er ekki fullnýtt vegna þess að hafrannsóknir eru ekki nægar. Þetta er mat Heiðrúnar Li...
07/08/2025

Fiskveiðiauðlindin á Íslandsmiðum er ekki fullnýtt vegna þess að hafrannsóknir eru ekki nægar. Þetta er mat Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, sem segir einnig að það séu vonbrigði að sjá ráðgjöf í þorski minnka frá fyrra ári. Samdrátturinn nemur 4% á milli ára.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kom 25. júlí úr árlegum alþjóðlegum uppsjávarleiðangri í Norðurhöfum. Niðurstöður úr g...
07/08/2025

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kom 25. júlí úr árlegum alþjóðlegum uppsjávarleiðangri í Norðurhöfum. Niðurstöður úr greiningu gagna sem safnað var í leiðangrinum verða kynntar í ágúst en bráðabirgðaniðurstöður sýna þó að þéttleiki makríls við landið sé sá minnsti sem mælst hefur.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Vel hefur gengið á makrílvertíðinni hingað til að sögn Barkar Kjartanssonar, vélstjóra á uppsjávarskipinu Víkingi AK 100...
06/08/2025

Vel hefur gengið á makrílvertíðinni hingað til að sögn Barkar Kjartanssonar, vélstjóra á uppsjávarskipinu Víkingi AK 100, en hann er nýlega kominn í frí eftir að hafa staðið vaktina um borð frá 14. júní. Börkur deilir svipmyndum af makrílvertíðinni með lesendum 200 mílna.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Stjórn Hafnarsambands Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun Eimskips að hætta strandsiglingum til hafna á Vestfj...
05/08/2025

Stjórn Hafnarsambands Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun Eimskips að hætta strandsiglingum til hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þá hvetur sambandið Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra til að leita allra leiða til að varna því að strandsiglingar á svæðinu verði lagðar niður.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Austfirskar útgerðir hafa staðið í viðskipum að undanförnu. Loðnuvinnslan hefur fest kaup á útgerð frá Akranesi og þá he...
05/08/2025

Austfirskar útgerðir hafa staðið í viðskipum að undanförnu. Loðnuvinnslan hefur fest kaup á útgerð frá Akranesi og þá hefur útgerðarfélagið Gullrún á Breiðdalsvík selt bát til Hvammstanga.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd. 👇

Áhöfn eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur á undanförnum vikum sinnt markvissu eftirliti á hafsvæðinu í...
01/08/2025

Áhöfn eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur á undanförnum vikum sinnt markvissu eftirliti á hafsvæðinu í kringum Ísland.

Frétt í fyrstu athugasemd👇

Address

Hádegismóar 2
Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when 200 mílur á mbl.is posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to 200 mílur á mbl.is:

Share