Ugla útgáfa

Ugla útgáfa Ugla útgáfa ehf. gefur út bækur af ýmsu tagi, einkum glæpasögur, alþýðlegar fræðibækur,

Meistaraverkið Kortabók skýjanna eftir David Mitchell í þýðingu Helga Ingólfssonar fékk frábæra dóma í Kiljunni í gærkvö...
09/10/2025

Meistaraverkið Kortabók skýjanna eftir David Mitchell í þýðingu Helga Ingólfssonar fékk frábæra dóma í Kiljunni í gærkvöldi:

Í Kilju vikunnar fjöllum við um Lákarímur eftir Bjarka Karlsson. Þar leggur hann út af "skemmtilegu smábarnabókinni" um Láka í hefðbundnu íslensku rímnaformi. Jóhannes Jökull kveður rímur úr bókinni. Ragnar Jónasson kemur í þáttinn með nýja bók, draugasögu sem nefnist Emi...

Lofsamleg umfjöllun Soffíu Auðar Birgisdóttur á Rás 1 um bók Þórhildar Ólafsdóttur, Með minnið á heilanum. Umfjöllunin h...
09/10/2025

Lofsamleg umfjöllun Soffíu Auðar Birgisdóttur á Rás 1 um bók Þórhildar Ólafsdóttur, Með minnið á heilanum. Umfjöllunin hefst á mín: 19:33.

Á áttunda áratugnum komu fram kenningar um vitsmuni plantna og kosti þess að spila fyrir þær tónlist til að auka vöxt. Hljómplata Mort Garson, Plantasia frá 1976, er í takt við þessar pælingar, en hún verður flutt á tónleikum í Garðheimum á laugardag, á tónlistarhátíðinni...

Bækur Torgnys Lindgren í hinum vönduðu þýðingum Heimis Pálssonar hafa vakið athygli. Nýjasta bókin úr smiðju þeirra er K...
06/10/2025

Bækur Torgnys Lindgren í hinum vönduðu þýðingum Heimis Pálssonar hafa vakið athygli. Nýjasta bókin úr smiðju þeirra er Klingsor, ótrúleg ævisaga listamanns með köllun.

Þegar ungmennið Klingsor horfir á glasið halla sér frá lóðlínunni gerir hann sér ljóst að allt er lifandi, líka dauðir hlutir.Þar með er ljóst að hann verður ekki bara listamaður heldur listamaður með köllun. Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðj...

Nýjar þýðingar Gyrðis Elíassonar vekja jafnan athygli. Barnæska er áhrifamikið meistaraverk eftir hollenskan höfund, Jon...
06/10/2025

Nýjar þýðingar Gyrðis Elíassonar vekja jafnan athygli. Barnæska er áhrifamikið meistaraverk eftir hollenskan höfund, Jona Oberski. „Þetta er bók sem snertir sérvern lesanda með hjarta,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn og sagnameistarinn Isac Bashevis Singer.

Jona býr með foreldrum sínum í Amsterdam þegar Þjóðverjar hertaka Holland í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjölskyldan er í óða önn að undirbúa flutning til Palestínu þegar hún er skyndilega vakin upp um miðja nótt, flutt nauðug í lest og að lokum í fangabúðirnar ....

Glimrandi ritdómur Gauta Kristmannssonar um skáldsöguna Ég heyrði Ugluna kalla á mig, eftir Margaret Crave, í þýðingu Gu...
01/10/2025

Glimrandi ritdómur Gauta Kristmannssonar um skáldsöguna Ég heyrði Ugluna kalla á mig, eftir Margaret Crave, í þýðingu Gunnsteins Gunnarssonar. Hefst á 21:25:

Gallerí Barmur var einstaklega forvitnilegt gallerí sem var starfrækt á árunum 1996-1998. Þetta var farandgallerí sem ferðaðist á barmi mismunandi fólks í formi nælu, og nú eru þessar nælur til sýnis ásamt hinum ýmsu gögnum sem tengjast rekstrinum, í Hönnunarsafninu í Garðab....

Höfundar Bold bókanna á leið til Íslands 😊 https://uglautgafa.is/collections/ungmennabaekur-1/products/bold-fjolskyldan-...
25/09/2025

Höfundar Bold bókanna á leið til Íslands 😊 https://uglautgafa.is/collections/ungmennabaekur-1/products/bold-fjolskyldan-i-graenum-gir-br-small-i-julian-clary-i-small-p

Eng: Presenting visiting authors for Mýrin International Children’s Literature Festival 2025: Julian Clary & David Roberts! Picture from their webpage theboldsbooks.co.uk

Julian Clary is a British comedian, actor and writer, well known for his witty humour and, more recently, for creating children’s books. Together with acclaimed illustrator David Roberts, he has brought to life The Bolds series – hilarious stories about a family of hyenas living secretly as humans in suburban England. Full of mischief, wordplay, and quirky illustrations, their books delight children and families across the world.

ÍS: Höfundar sem er að koma í Mýrina 2025: Julian Clary og David Roberts!
Julian Clary er breskur uppistandari og rithöfundur. Hann er þekktur fyrir fyndinn húmor og nýlega, fyrir barnabækur sínar. Ásamt verðlauna myndskreytaranum David Robert, færði hann líf í "Bold fjölskyldan" seríurnar — stórkostlega fyndnar sögur af híenafjölskyldum sem lifa leynilega sem manneskjur í úthverfum Englands. Sögurnar eru fullar af óþverra, orðaleik og sérkennilegum myndskreytingum sem gleðja börn og fjölskyldur um heim allan.

Kvein gráhegrans, nýja bókin eftir Ann Cleeves í þýðingu Friðriku. Benónýsdóttur, er komin á Storytel í lestri Jóhanns S...
25/09/2025

Kvein gráhegrans, nýja bókin eftir Ann Cleeves í þýðingu Friðriku. Benónýsdóttur, er komin á Storytel í lestri Jóhanns Sigurðarsonar.

Ný bók eftir Shaun Bythell, bóksalann skemmtilega í Wigtown á Skotlandi, í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur.
25/09/2025

Ný bók eftir Shaun Bythell, bóksalann skemmtilega í Wigtown á Skotlandi, í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur.

Skáldsaga sem á erindi, Marta, Marta eftir færeyska höfundinn Marjun Syderbø Kjelnæs í þýðingu Hjálmars Waag Árnasonar.
25/09/2025

Skáldsaga sem á erindi, Marta, Marta eftir færeyska höfundinn Marjun Syderbø Kjelnæs í þýðingu Hjálmars Waag Árnasonar.

Titill þessarar áhrifamiklu skáldsögu vísar til Biblíupersónunnar Mörtu í Nýja testamentinu. Henni var ráðlagt að sneiða hjá óþarfa átökum og beina sjónum að hinu jákvæða og góða í lífinu. En Marta í skáldsögunni spyr hvar hið jákvæða og góða leynist í heimi þr...

Sporbaugar, verðlaunabókin magnaða eftir Samönthu Harvey, er komin út í þýðingu Árna Óskarssonar.
22/09/2025

Sporbaugar, verðlaunabókin magnaða eftir Samönthu Harvey, er komin út í þýðingu Árna Óskarssonar.

Í þessari hrífandi skáldsögu er lýst einum sólarhring í lífi s*x geimfara á ferð um sporbauga jarðar. Sagt er frá lífinu í geimstöðinni þar sem geimfararnir skiptast á skoðunum, útbúa þurrkaðar máltíðir, svífa um í þyngdarlausum svefni og stunda líkamsæfingar. Brugði...

Address

Hraunteig 7
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3546989140

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ugla útgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category