Vísir

Vísir Vísir er mest lesni vefmiðill landsins. Vísir er einn öflugasti frétta- og afþreyingarvefur Íslands og mest lesni vefur landsins. Ertu með ábendingu?

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stendur vaktina allan sólahringinn. Á Vísi er einnig að finna allt það besta sem verður til á Stöð 2, Stöð 2 Sport, Bylgjunni, FM957 og X977. Heyrðu í okkur í síma 512-5200 eða skjóttu á okkur línu á [email protected]. Vísir tekur einnig á móti skoðanagreinum til birtingar á netfanginu [email protected].

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöl...
08/08/2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæði.

Frétt í fyrstu athugasemd.

Donald Trump hefur tilnefnt nýjan sendiherra á Íslandi. Sá heitir Billy Long og var fyrr í dag rekinn úr embætti ríkissk...
08/08/2025

Donald Trump hefur tilnefnt nýjan sendiherra á Íslandi. Sá heitir Billy Long og var fyrr í dag rekinn úr embætti ríkisskattstjóra eftir aðeins tvo mánuði í starfi.

Frétt í fyrstu athugasemd.

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn ...
08/08/2025

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna.

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af v...

Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í r...
08/08/2025

Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega.

Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zu...

Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnef...
08/08/2025

Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Axel Bóasson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, situr einn á topp í Íslandsmótsins í golfi þegar búið er að spila tvo hri...
08/08/2025

Axel Bóasson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, situr einn á topp í Íslandsmótsins í golfi þegar búið er að spila tvo hringi. Hann deildi efsta sætinu með Dagbjarti Sigurbrandssyni eftir fyrsta daginn en náði forskotinu með því að spila á tveimur höggum undir pari í dag.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði blaðamenn óvænt inn á skrifstofu sína í gær. Þar notuðu hann og hagfræðingu...
08/08/2025

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði blaðamenn óvænt inn á skrifstofu sína í gær. Þar notuðu hann og hagfræðingur íhaldssamrar hugveitu súlurit, línurit og annarskonar gögn til að mála mynd fyrir blaðamennina af einstaklega heilbrigðu hagkerfi í Bandaríkjunum. Í senn vildu þeir meina að Joe Biden, forveri Trumps, hefði staðið sig illa í efnahagsmálum.

Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvö...
08/08/2025

Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi.

Erlendi ferðamaðurinn sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag og lést varð skyndilega veikur eftir að hann st...
08/08/2025

Erlendi ferðamaðurinn sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag og lést varð skyndilega veikur eftir að hann stökk af kletti út í ána.

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari l...
08/08/2025

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu.

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. 

Maður féll við störf fjóra metra í Kópavogi í dag. Ekki er vitað hverjir áverkar hans voru.
08/08/2025

Maður féll við störf fjóra metra í Kópavogi í dag. Ekki er vitað hverjir áverkar hans voru.

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari l...
08/08/2025

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysi um síðustu helgi telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu.

Address


Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Vísir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Want your business to be the top-listed Media Company?

Share

Fyrstur með fréttirnar

Vísir er einn öflugasti frétta- og afþreyingarvefur landsins. Fréttastofan stendur vaktina allan sólahringinn. Á Vísi er einnig að finna fréttir Stöðvar 2 og allt úr heimi íþrótta. Vísir miðlar einnig því besta sem verður til á Stöð 2 Sport, Bylgjunni, FM957, X-inu. Vísir er hluti af Sýn.