Bændablaðið

Bændablaðið Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Bændablaðið, Media/News Company, Borgartún 25, 4. hæð, Reykjavík.

Landbúnaðarsýningar, kjötmarkaðir og fundir samvinnufélaga bænda eru á meðal fárra viðburða í almannarýminu þar sem vels...
20/08/2025

Landbúnaðarsýningar, kjötmarkaðir og fundir samvinnufélaga bænda eru á meðal fárra viðburða í almannarýminu þar sem velska er enn töluð. Framtíð tungumáls Veilsverja hangir því saman við viðgang landbúnaðar í landinu, að mati bænda og sérfræðinga sem tóku þátt í pallborðsumræðum á fundi velsku bændasamtakanna.

Frétt í athugasemd

Að þessu sinni er tekinn fyrir Porsche Cayenne E-Hybrid, sem er stór sportjeppi þar sem öll hönnun og útfærsla miðar að ...
20/08/2025

Að þessu sinni er tekinn fyrir Porsche Cayenne E-Hybrid, sem er stór sportjeppi þar sem öll hönnun og útfærsla miðar að því að gera akstursupplifunina ánægjulega og spennandi.

Grein í athugasemd

Safnasafnið er staðsett á Svalbarðseyri rétt utan Akureyrar. „Við erum með kýr á beit hérna við hliðina á okkur og náttú...
19/08/2025

Safnasafnið er staðsett á Svalbarðseyri rétt utan Akureyrar. „Við erum með kýr á beit hérna við hliðina á okkur og náttúran er allt um kring. Þannig að okkur finnst gaman að segja að við séum nútímabændur með hlöðurnar fullar af listaverkum,“ segir Þórgunnur Þórsdóttir sérfræðingur hjá Safnasafninu.

Safnasafnið er staðsett á Svalbarðseyri rétt utan Akureyrar. „Við erum með kýr á beit hérna við hliðina á okkur og náttúran er allt um kring. Þannig að okkur finnst gaman að segja að við séum nútímabændur með hlöðurnar fullar af listaverkum,“ segir Þórgunnur Þórsd....

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsó...
19/08/2025

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar á næstunni.

Frétt í athugasemd

Holskefla af ódýru kínversku hunangi ríður yfir Evrópu. Rannsóknir benda til þess að um stórfelld vörusvik sé að ræða í ...
19/08/2025

Holskefla af ódýru kínversku hunangi ríður yfir Evrópu. Rannsóknir benda til þess að um stórfelld vörusvik sé að ræða í allt að helmingi innflutts hunangs til álfunnar.

Frétt í athugasemd

Það er makalaust hvað samfélagsumræðan getur verið skrýtin. Í tilefni af fréttum um verðbólgumælingu Hagstofunnar í júlí...
18/08/2025

Það er makalaust hvað samfélagsumræðan getur verið skrýtin. Í tilefni af fréttum um verðbólgumælingu Hagstofunnar í júlímánuði er Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, í viðtali í sjónvarpsfréttum RÚV. Þar bendir hún á að fyrirtæki í landinu hafi ekki staðið við loforðin sem gefin voru í síðustu kjarasamningum um að halda aftur af verðhækkunum og nefnir að eldsneyti hafi ekki lækkað í takt við styrkingu krónu og heimsmarkaðsverð og svo telur hún miklar hækkanir á matvöru og raforku. Hún segir að stjórnvöld hafi brugðist algjörlega enda hafi orkan öll farið í eitt mál á vorþinginu og nánast ekkert verið gert í húsnæðismálum. Að því sögðu bætir hún við.....

Það er makalaust hvað samfélagsumræðan getur verið skrýtin. Í tilefni af fréttum um verðbólgumælingu Hagstofunnar í júlímánuði er Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, í viðtali í sjónvarpsfréttum RÚV. Þar bendir hún á að fyrirtæki í landinu hafi ekki staðið við lofor....

Hver mjólkurkýr í Færeyjum framleiðir að meðaltali 9.359 lítra af mjólk á ári. Er það talsverð aukning frá árinu 1995 þe...
18/08/2025

Hver mjólkurkýr í Færeyjum framleiðir að meðaltali 9.359 lítra af mjólk á ári. Er það talsverð aukning frá árinu 1995 þegar meðaltalið var 5.102 lítrar.

Frétt í athugasemd

Tíu garðyrkjustöðvum var í júlí úthlutað fjárfestingastyrkjum úr Loftslags- og orkusjóði til að innleiða LED-ljós í gróð...
15/08/2025

Tíu garðyrkjustöðvum var í júlí úthlutað fjárfestingastyrkjum úr Loftslags- og orkusjóði til að innleiða LED-ljós í gróðurhúsunum, samtals að upphæð 118 milljónum króna.

Frétt í athugasemd

Á milli 12 og 15% veiðikvóta hreindýra hefur nú verið nýttur. Veiðitímabil tarfa stendur til 15. september en kúa til 20...
15/08/2025

Á milli 12 og 15% veiðikvóta hreindýra hefur nú verið nýttur. Veiðitímabil tarfa stendur til 15. september en kúa til 20. september.

Frétt í athugasemd

Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Húnabyggð, hefur kortlagt stöðu fjögurra sauðfjársjúkdóma á Ísla...
14/08/2025

Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Húnabyggð, hefur kortlagt stöðu fjögurra sauðfjársjúkdóma á Íslandi innan sóttvarnarhólfa, en skipulag þeirra tók nýlega breytingum þegar þrjár varnarlínur voru felldar niður og hólfum fækkað um þrjú.

Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Húnabyggð, hefur kortlagt stöðu fjögurra sauðfjársjúkdóma á Íslandi innan sóttvarnarhólfa, en skipulag þeirra tók nýlega breytingum þegar þrjár varnarlínur voru felldar niður og hólfum fækkað um þrjú. Karól...

Sveppir hafa dafnað vel á Íslandi í sumar og fer sögum af stórvirku tínslufólki víða um land sem uppsker sem aldrei fyrr...
14/08/2025

Sveppir hafa dafnað vel á Íslandi í sumar og fer sögum af stórvirku tínslufólki víða um land sem uppsker sem aldrei fyrr.

Frétt í athugasemd

Address

Borgartún 25, 4. Hæð
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bændablaðið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Bændablaðið:

Share

Bændablaðið

Bændablaðið er málgagn bænda og landsbyggðar og kemur út hálfsmánaðarlega í prentformi. Blaðið inniheldur margvíslegan fróðleik fyrir bændur og alla áhugamenn um landbúnað og lífið í hinum dreifðu byggðum. Þar geta menn lesið um allt það nýjasta sem er að gerast í íslenskum landbúnaði og fylgst með því sem er að gerast í þeirra fagi. Upplag Bændablaðsins er að jafnaði 32.000 eintök og því er dreift um allt land. Hægt er að nálgast blaðið m.a. á sundstöðum, á bensínstöðvum, í verslunum og söluturnum. Bændablaðið er að sjálfsögðu líka á vefnum. Við birtum efni blaðsins á bbl.is ásamt nýjum fréttum. Facebook nýtist blaðinu vel og hefur aukið aðsókn að bbl.is umtalsvert á síðustu misserum.