09/11/2025
Nýtt baðlón Laugarás Lagoon, opnaði nú um miðjan nóvember í Laugarási, rétt austan við Skálholt, þeim sögufræga stað. Baðlónið sem er þúsund fermetrar að stærð, á tveim hæðum er ekki bara vel hannað, heldur falla byggingarnar, og lónið vel inn í umhverfið, eins og lónið sé hluti af náttúrunni, hafi alltaf verið þarna. Það er stutt, 85 km frá Reykjavík í Laugarás Lagoon, rúmur klukkutími. Frá Geysi, rétt norðan er rúmur hálftími, eins og frá Selfossi. Á staðnum, er auðvitað hágæða matsölustaður, Ylja, þar sem nær allt hráefnið, kemur frá bændum á svæðinu, enda er héraðið eitt helsta landbúnaðarsvæði landsins, með bæði mikla ylrækt og auðvitað búfénað. Það er engin svikin að heimsækja Laugarás Lagoon, þar sem heitt vatnið, blandað köldu jökulvatni úr Hvítá, sem horft er á úr lóninu, gleður bæði líkama og sál.