Land og Saga

Land og Saga Land og Saga er tímarit sem fjallar um menningu, viðskipti og hönnun ásamt byggingar- og skipulagsmálum.

Land og Saga & Icelandic Times er vandað og metnaðarfullt tímarit fyrir hina fjölmörgu gesti sem sækja Ísland heim allt árið um kring og aðra sem vilja fræðast um land og þjóð. Tímaritið kemur út á 5 tungumálum (ensku, frönsku, þýsku, kínversku og á íslensku sem Land & Saga) og það lætur sér ekkert íslenskt óviðkomandi: fólkið, maturinn, ferðamennskan, menning, stjórnmál, viðskipti, iðnaður og samfélagið í heild sinni––allt sem gæti gefið gestum betri mynd af landinu og þjóðinni sem það byggir.

Skoðaðu nýjasta tímaritið okkar um skipulag, byggingar og hönnun
09/01/2026

Skoðaðu nýjasta tímaritið okkar um skipulag, byggingar og hönnun

Allt er breytingum háð og borgir – sem kunna að virðast býsna fastmótuð fyrirbæri í hugum margra enda mestanpartinn úr steinsteypu og malbiki – eru þar ekki undanskildar. Reykjavík, höfuðborg okkar Ís

Hvíl í friði Goddur, hér er viðtal sem við tókum við hann nýlega.
08/01/2026

Hvíl í friði Goddur, hér er viðtal sem við tókum við hann nýlega.

Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur – er í hópi þekktustu og reynslumestu grafískra hönnuða hérlendis, með langan feril að baki bæði sem hönnuður og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Um þessar mundir vinnur hann að því að skrifa sögu sinnar starfs...

Looking backThe year that is passing was in many ways a good year for Iceland. A year of good weather, and there were no...
30/12/2025

Looking back
The year that is passing was in many ways a good year for Iceland. A year of good weather, and there were no major or serious events that put the nation, or society, on edge. It could be said that the year just passed without major setbacks. When you look back at what we did here at Icelandic Times / Land & History during the year to document the present, the culture, the country, the people and changes, there are of course many things that come to mind. Here is a look back at pictures that appeared in January and February.
It is of course difficult to choose the best pictures, but these are the seven pictures that make me the happiest, out of the almost four hundred pictures that appeared in these first two months of the year.
Photo and text. Páll Stefánsson

Horft til bakaÁrið sem er að líða, var á margan hátt gott ár fyrir Ísland. Veðurgott ár, og það voru hvorki stórir né al...
30/12/2025

Horft til baka
Árið sem er að líða, var á margan hátt gott ár fyrir Ísland. Veðurgott ár, og það voru hvorki stórir né alvarlegir hlutir sem settu þjóðina, eða þjóðfélagið á hliðina. Það má segja að árið hafi bara liðið án stórra áfalla. Þegar maður lítur til baka á það sem við gerðum hér á Icelandic Times / Land & Sögu á árinu að skrásetja núið, menninguna, landið, fólkið og breytingar, er auðvitað margt sem kemur upp í hugan. Hér er litið til baka, á myndir sem birtust í janúar og febrúar.
Það er auðvitað erfitt að velja bestu myndirnar, en þetta eru þær sjö myndir sem gleðja mig mest, af þeim tæplega fjögur hundruð myndum sem birtust á þessum tveim fyrstu mánuðum ársins.

Hér er myndasería númer þrjú, þar sem leikið er sér að vatni. Á Suðurlandi eru nefnilega óteljandi fossar, stöðuvötn og ...
22/12/2025

Hér er myndasería númer þrjú, þar sem leikið er sér að vatni. Á Suðurlandi eru nefnilega óteljandi fossar, stöðuvötn og endalaus Suðurströndina sem dregur til sín heima- og erlenda ferðamenn. Suðurland er sá landshluti sem flestir ferðalangar sem heimsækja Ísland skoða.

Þegar vel viðrar, jafnvel í svartasta skammdeginu tekur landið vel á móti manni; eins og Icelandic Times / Land & Saga komast að, á ferð sinni um Suðurland. Hér koma þrjár myndasyrpur þar sem birtan bregður á leik. Hér er myndasería númer þrjú, þar sem leikið er sér að vatni...

Land & Saga hefur gaman að glíma við þessa birtu nú um vetrarsólstöður þegar varla birtir, en samt, klukkan hálf tvö er ...
17/12/2025

Land & Saga hefur gaman að glíma við þessa birtu nú um vetrarsólstöður þegar varla birtir, en samt, klukkan hálf tvö er bjart.

Hef ekki sterka skoðun á klukkunni. Á Íslandi er hún alltaf vitlaus. Hádegi, þegar sólin er hæst á himni er klukkan hálf tvö. Í staðin, eins og nú í desember, birtir rétt um hádegi, sólarlag rétt uppúr klukkan þrjú. Morgnarnir eru dimmir, en við fáum skaplega birtu seinnipar...

Á Suðurlandi II:Þegar vel viðrar, jafnvel í svartasta skammdeginu tekur landið vel á móti manni; eins og Land & Saga kom...
16/12/2025

Á Suðurlandi II:
Þegar vel viðrar, jafnvel í svartasta skammdeginu tekur landið vel á móti manni; eins og Land & Saga komst að á ferð sinni um Suðurland.

Þegar vel viðrar, jafnvel í svartasta skammdeginu tekur landið vel á móti manni; eins og Icelandic Times / Land & Saga komst að á ferð sinni um Suðurland. Hér koma þrjár myndasyrpur þar sem birtan bregður á leik. Hér er myndasería númer tvö, ferðamannastaðir, brjóstahaldarar, ...

Þegar vel viðrar, jafnvel í svartasta skammdeginu tekur landið vel á móti manni; eins og Icelandic Times / Land & Saga k...
15/12/2025

Þegar vel viðrar, jafnvel í svartasta skammdeginu tekur landið vel á móti manni; eins og Icelandic Times / Land & Saga komst að, á ferð sinni um Suðurland. Hér koma þrjár myndasyrpur þar sem birtan bregður á leik. Hér er myndasería númer eitt, það eru eldfjöllin, en á Suðurlandi, er ein mesta eldvirkni á landinu, og mörg af okkar stærstu og frægustu eldfjöllum eru staðsett í fjórðungnum.

Þegar vel viðrar, jafnvel í svartasta skammdeginu tekur landið vel á móti manni; eins og Icelandic Times / Land & Saga komst að, á ferð sinni um Suðurland. Hér koma þrjár myndasyrpur þar sem birtan bregður á leik. Hér er myndasería númer eitt, það eru eldfjöllin, en á Suðurla...

13/12/2025

Ber á Hringbraut 122
Það var í mars, fyrir níu mánuðum, eins og meðganga, sem Snærós Sindradóttir eigandi SIND gallerí á Hringbraut hafði samband við tíu konur og kvár að skapa list, þar sem þemað er ást á konum í allri sinni fallegu mynd. Því rómantík og losti hafa verið í baksæti íslenskrar myndlistar, og því vill hún breyta. Safakúr/I´m Jucing, er jólasýninging gallerísins í ár. Hugsun hennar var að gera sýningu sem í senn væri falleg, ástrík og heit, á aðgengilegu verði fyrir mann og annan til að gefa einstaka gjöf ástvininum, nú um hátíðarnar. Það þarf hvorki að roðna yfir verkunum, eða verðinu, áhugaverð sýning, sem sínir að Ísland er að fullorðnast.

Nýtt baðlón Laugarás Lagoon, opnaði nú um miðjan nóvember í Laugarási, rétt austan við Skálholt, þeim sögufræga stað. Ba...
09/11/2025

Nýtt baðlón Laugarás Lagoon, opnaði nú um miðjan nóvember í Laugarási, rétt austan við Skálholt, þeim sögufræga stað. Baðlónið sem er þúsund fermetrar að stærð, á tveim hæðum er ekki bara vel hannað, heldur falla byggingarnar, og lónið vel inn í umhverfið, eins og lónið sé hluti af náttúrunni, hafi alltaf verið þarna. Það er stutt, 85 km frá Reykjavík í Laugarás Lagoon, rúmur klukkutími. Frá Geysi, rétt norðan er rúmur hálftími, eins og frá Selfossi. Á staðnum, er auðvitað hágæða matsölustaður, Ylja, þar sem nær allt hráefnið, kemur frá bændum á svæðinu, enda er héraðið eitt helsta landbúnaðarsvæði landsins, með bæði mikla ylrækt og auðvitað búfénað. Það er engin svikin að heimsækja Laugarás Lagoon, þar sem heitt vatnið, blandað köldu jökulvatni úr Hvítá, sem horft er á úr lóninu, gleður bæði líkama og sál.

Address

Síðumúli 29

108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Land og Saga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Land og Saga:

  • Want your business to be the top-listed Media Company?

Share