
03/08/2025
Höfuðborg norðursins
Akureyri er ekki bara stærsti bær landsins, fyrir utan suðvesturhornið, heldur líka einstaklega vel staðsettur í botni Eyjafjarðar á miðju Norðurlandi. Á Eyjafjarðarsvæðinu búa rétt rúmlega þrjátíu þúsund manns, tveir þriðju á Akureyri. Bærinn er bæði menningar, mennta og þjónustubær, ekki bara fyrir næsta nágrenni, heldur fyrir þriðjung landsins, frá Skagafirði og austur á firði. Akureyri er ungur bær, árið 1778 var fyrsta íbúðarhúsið reist á staðnum, Akureyri fékk kaupstaðaréttindi 1836, þegar Friðrik VI Danakonungur gaf bænum
réttindin til að efla þéttbýlismyndun sem var nær engin á Íslandi á þeim tíma. Bærinn tók þó ekki vaxa að ráði fyrr en í byrjun síðustu aldar, og hefur vaxið og dafnað vel síðan, orðinn bæði háskólabær, og stór útgerðarbær, með höfuðstöðvar Samherja næst stærsta útgerðarfélag landsins í bænum. Akureyri er einstaklega vel staðsettur bær; það er bæði stutt austur til Mývatns eða á Grjótnes á Melrakkasléttu, eða norður til Grenivíkur og Siglufjarðar, eða nær í Fnjóskadal og Hörgárdal, á leiðinni austur, suður, norður eða vestu
Akureyri er ekki bara stærsti bær landsins, fyrir utan suðvesturhornið, heldur líka einstaklega vel staðsettur í botni Eyjafjarðar á miðju Norðurlandi. Á Eyjafjarðarsvæðinu búa rétt rúmlega þrjátíu þúsund manns, tveir þriðju á Akureyri. Bærinn er bæði menningar, mennta o...