Land & Saga

Land & Saga Tímarit um ferðamál,menningu og viðskipti.

Höfuðborg norðursinsAkureyri er ekki bara stærsti bær landsins, fyrir utan suðvesturhornið, heldur líka einstaklega vel ...
03/08/2025

Höfuðborg norðursins
Akureyri er ekki bara stærsti bær landsins, fyrir utan suðvesturhornið, heldur líka einstaklega vel staðsettur í botni Eyjafjarðar á miðju Norðurlandi. Á Eyjafjarðarsvæðinu búa rétt rúmlega þrjátíu þúsund manns, tveir þriðju á Akureyri. Bærinn er bæði menningar, mennta og þjónustubær, ekki bara fyrir næsta nágrenni, heldur fyrir þriðjung landsins, frá Skagafirði og austur á firði. Akureyri er ungur bær, árið 1778 var fyrsta íbúðarhúsið reist á staðnum, Akureyri fékk kaupstaðaréttindi 1836, þegar Friðrik VI Danakonungur gaf bænum

réttindin til að efla þéttbýlismyndun sem var nær engin á Íslandi á þeim tíma. Bærinn tók þó ekki vaxa að ráði fyrr en í byrjun síðustu aldar, og hefur vaxið og dafnað vel síðan, orðinn bæði háskólabær, og stór útgerðarbær, með höfuðstöðvar Samherja næst stærsta útgerðarfélag landsins í bænum. Akureyri er einstaklega vel staðsettur bær; það er bæði stutt austur til Mývatns eða á Grjótnes á Melrakkasléttu, eða norður til Grenivíkur og Siglufjarðar, eða nær í Fnjóskadal og Hörgárdal, á leiðinni austur, suður, norður eða vestu

Akureyri er ekki bara stærsti bær landsins, fyrir utan suðvesturhornið, heldur líka einstaklega vel staðsettur í botni Eyjafjarðar á miðju Norðurlandi. Á Eyjafjarðarsvæðinu búa rétt rúmlega þrjátíu þúsund manns, tveir þriðju á Akureyri. Bærinn er bæði menningar, mennta o...

Ljós og litirHús við þröngar götur mega ekki vera dökk, vegna birtu andbýlinganna og birtunnar í götunni yfirleitt, sagð...
30/03/2025

Ljós og litir
Hús við þröngar götur mega ekki vera dökk, vegna birtu andbýlinganna og birtunnar í götunni yfirleitt, sagði Sigurður Guðmundsson arkitekt árið 1939. Á göngu um miðbæinn fékk Eyjólfur Pálsson stofnandi hönnunar verslunarinnar Epals, hugmynd að Litaspjaldi sögunnar, sýnishorn að litavali á fullorðnum húsum, bók sem gefin var út nýlega. Fallegt verkefni. Þar segir Eyjólfur í formála; Litir hafa áhrif á líðan okkar. Þeir móta skynjun okkar á umhverfinu og hafa bein áhrif á tilfinningalífið. Litasamsetningar eru breytilegar, fara eftir tíðaranda, tísku og smekk, og endurspegla þannig menningu okkar og sögu.

Reykjavik

VesturbyggðÍ Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum, sem nær frá Barðaströnd og Rauðasandi við Breiðafjörð, síðan Patrek...
30/03/2025

Vesturbyggð
Í Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum, sem nær frá Barðaströnd og Rauðasandi við Breiðafjörð, síðan Patreksfjörð við samnefndan fjörð og Bíldudal í Arnarfirði búa nú um 1200 manns. Þeim hefur fjölgað um 20% á síðustu fimm árum. Allt að þakka laxeldi og ferðaþjónustu. Frá Reykjavík og vestur, í vestustu byggð Evrópu (ef Azoreyjar eru undanskildar) er um s*x tíma akstur. Leiðin er falleg, og Vesturbyggð er ein af fallegustu sveitarfélögum á Íslandi. Ekki bara er náttúrufarið fallegt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, er Bíldudalur við Arnarfjörð með flesta logndaga í lýðveldinu, alltaf gott veður. Sveitarfélagið er fámennt en stórt, 1.336 km², enda í fámenninu er mikið um skrímsli sem fá frið fyrir mannfólkinu í Arnarfirði. Á Bíldudal er einmitt safn fyrir þessar verur, Skrímslasetrið í Bíldudal.

Í Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum, sem nær frá Barðaströnd og Rauðasandi við Breiðafjörð, síðan Patreksfjörð við samnefndan fjörð og Bíldudal í Arnarfirði búa nú um 1200 manns. Þeim hefur fjölgað um 20% á síðustu fimm árum. Allt að þakka laxeldi og ferðaþ...

Listasafnið í ListagilinuListasafnið á Akureyri er eitt af höfuðsöfnum landsins, og það stærsta utan höfuðborgarsvæðisin...
21/03/2025

Listasafnið í Listagilinu
Listasafnið á Akureyri er eitt af höfuðsöfnum landsins, og það stærsta utan höfuðborgarsvæðisins. Safnið opnaði 29. ágúst árið 1993, í einstaklega fallegri byggingu teiknuð af Þóri Baldvinssyni árið 1937, og hýsti Mjólkursamlag KEA frá 1939 fram yfir 1980. Það er svo sannarlega heill heimur, margar ólíkar sýningar sem eru í húsinu í dag. Frábærar sýningar sem njóta sín í þessu stóra safni. Samsýningin Sköpun bernskunnar, markmið sýningarinnar er að efla safnfræðslu, og örva skapandi starf barna á grunnskólaaldri. Sérstakur gestur sýningarinnar er myndhöggvarinn Sólveig Baldursdóttir. Margskonar l-ll, er um, hverning listaverk verður til. Markmið sýningarinnar er að fræða safngesti um ólíka miðla myndlistar út frá völdum verkum í safneign Listasafnsins. Huldukona heitir sýning Huldu Vilhjálmsdóttur, Átta Ætingar er sýning Kristjáns Guðmundssonar og sýning Þórðar Hans Baldurssonar og Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttir heitir Dömur Mínar og Herrar. Það er hægt að lesa meira um þessar sýningar á heimasíðu Listasafnsins á Akureyri. En það eru fleiri sýningar í gangi á safninu, Átthagamálverkið : Á FERÐ UM NORÐAUSTURLAND LIÐINNAR ALDAR, síðan Jónas Viðar í safneign og sýning Fríðu Karlsdóttur, Ekkert eftir nema mýktin. Já það er svo sannarlega mikið að sjá og upplifa á Listasafninu á Akureyri, eins og alltaf.

Listasafnið á Akureyri er eitt af höfuðsöfnum landsins, og það stærsta utan höfuðborgarsvæðisins. Safnið opnaði 29. ágúst árið 1993, í einstaklega fallegri byggingu teiknuð af Þóri Baldvinssyni árið 1937, og hýsti Mjólkursamlag KEA frá 1939 fram yfir 1980. Það er svo san...

16/03/2025

Hætta!
Jarðvísindamenn telja að það sé hætta á að enn eitt eldgosið hefjist fljótlega við Grindavík / Bláa lónið. Hætta sem hefur verið yfirvofandi síðan síðasta eldgosi lauk þar þann áttunda desember 2024, eftir 18 daga eldgos. En eldgosin á Sundhnúkagígaröðin eru nú orðin sjö, á tæpu ári. Líklega hættir þessi eldgosahrina þarna fljótlega. Hvort haldi áfram að gjósa á Reykjanesi, þá annars staðar er líklegra en ekki. Ísland er auðvitað eldfjallaeyja á virkri sprungu, hér koma nokkrar ljósmyndir sem sýna Ísland eins og það er, land í mótun.

MiðbæjarmyndirÍ dag búa í Reykjavík, höfuðborginni, rétt tæplega 150 þúsund manns. Um fjórðungur íbúanna er fólk sem er ...
17/02/2025

Miðbæjarmyndir
Í dag búa í Reykjavík, höfuðborginni, rétt tæplega 150 þúsund manns. Um fjórðungur íbúanna er fólk sem er fætt utan landsteinanna. Þegar Ísland fékk sjálfstæði árið 1944, bjuggu í landinu 125 þúsund manns, í höfuðborginni, 44 þúsund. Fæstir reykvíkingar, flestir íbúarnir landsbyggðarfólk nýflutt á mölina. Af þeim 400 þúsund sem búa í lýðveldinu í dag, búa þrír fjórðu á suðvesturhorninu frá Akranesi að Selfossi, og suður til Keflavíkur. Það má kalla svæðið höfuðborgarsvæðið, Stór-Hafnarfjörð eða Kjalarnesþing, ef maður fer aftur í landnámu. En þekkir maður Reykjavík. Já og nei. Nú er farið að birta og Icelandic Times / Land & Saga ákvað að taka mynd, myndir af öllu sem fyrir augu bar á myndarölti um miðbæinn. Leika ferðamann. Enda hitti hann bara ferðamenn, og sá staði sem hann hélt að væru ekki til. En þeir eru þarna… á mynd.

Í dag búa í Reykjavík, höfuðborginni, rétt tæplega 150 þúsund manns. Um fjórðungur íbúanna er fólk sem er fætt utan landsteinanna. Þegar Ísland fékk sjálfstæði árið 1944, bjuggu í landinu 125 þúsund manns, í höfuðborginni, 44 þúsund. Fæstir reykvíkingar, flestir íb...

Neikvætt og jákvætt og smá eldgos í GerðarsafniÞað eru tvær sýningar í Gerðasafni Kópavogi, önnur þar sem Finnbogi Pétur...
05/01/2025

Neikvætt og jákvætt og smá eldgos í Gerðarsafni
Það eru tvær sýningar í Gerðasafni Kópavogi, önnur þar sem Finnbogi Péturson í Parabólu, skapar heim þar sem Negatífan og pósitífan dansa saman og mynda ný munstur. Tíðni bylgjanna er sjónræn, við sjáum þær mætast, ekki brotna heldur mynda ný munstur eða jafnvel lygnu. Þetta er ekki hvaða púls sem er heldur er þetta sveiflan sem efni leitast við að vera í. Listamaðurinn notar vatn, loft, ljós og hljóð sem efni til að forma, eins og segir í sýningarskrá. Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsóknir Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar. Eyja sem myndaðist í neðansjávargosi, suðvestan við Vestmannaeyjar fyrir meira en hálfri öld, árið 1963. Surtsey er syðsti partur lýðveldisins, sunnar en allt.

Það eru tvær sýningar í Gerðasafni Kópavogi, önnur þar sem Finnbogi Péturson í Parabólu, skapar heim þar sem Negatífan og pósitífan dansa saman og mynda ný munstur. Tíðni bylgjanna er sjónræn, við sjáum þær mætast, ekki brotna heldur mynda ný munstur eða jafnvel lygnu. Þ...

Gleðilegt ár svo sannarlega Land & Saga / Icelandic Times, óskar öllum sínum góðu lesendum, auglýsendum, samstarfsfólki ...
31/12/2024

Gleðilegt ár svo sannarlega
Land & Saga / Icelandic Times, óskar öllum sínum góðu lesendum, auglýsendum, samstarfsfólki og samstarfsaðilum GLEÐILEGS ÁRS. Árið 2025 er og verður spennandi, já, gott ár. Við munum færa ykkur áhugaverða pistla, stærri þætti og greinar, auðvitað síðan blöð og bækur á komandi ári. Enda er landið og sagan endalaus uppspretta af góðu efni. Hér er áramótunum fagnað, við Landkot og við Reykjavíkurtjörn.

Land & Saga / Icelandic Times, óskar öllum sínum góðu lesendum, auglýsendum, samstarfsfólki og samstarfsaðilum GLEÐILEGS ÁRS. Árið 2025 er og verður spennandi, já, gott ár. Við munum færa ykkur áhugaverða pistla, stærri þætti og greinar, auðvitað síðan blöð og bækur á k...

Auðvitað AusturlandÞar eru rúmir 600 km / 360 mi að aka frá Lómagnúp þar sem austurland tekur við suðurlandi, í Finnafjö...
31/12/2024

Auðvitað Austurland
Þar eru rúmir 600 km / 360 mi að aka frá Lómagnúp þar sem austurland tekur við suðurlandi, í Finnafjörð, í Bakkaflóa (Bakkafirði) þar sem norðurland endar eða byrjar. Íbúar í þeim s*x sveitarfélögum (+hálf Langanesbyggð) sem eru í fjórðungnum, búa um fjögur prósent af íbúum landsins, eða rétt rúmlega þrettán þúsund einstaklingar. Fæstir búa í Bakkafirði rúmlega s*xtíu einstaklingar, í samfélagi sem er lengst frá höfuðborgarsvæðinu í kílómetrum talið. Flestir á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð, rétt rúmlega fimm þúsund í þeim báðum. En austurland státar af náttúrufegurð, og kyrrð sem er einstök, ekki bara á Íslandi. Hér eru nokkur sýnishorn að austan, sem ætti auðvitað að vera meira heimsótt af heimamönnum og erlendum ferðamönnum.

Þar eru rúmir 600 km / 360 mi að aka frá Lómagnúp þar sem austurland tekur við suðurlandi, í Finnafjörð, í Bakkaflóa (Bakkafirði) þar sem norðurland endar eða byrjar. Íbúar í þeim s*x sveitarfélögum (+hálf Langanesbyggð) sem eru í fjórðungnum, búa um fjögur prósent af...

The Greater Djúpivogur AreaFew places in the country are as beset by fog as Djúpivogur. Few settlements are as picturesq...
28/12/2024

The Greater Djúpivogur Area
Few places in the country are as beset by fog as Djúpivogur. Few settlements are as picturesque as Berufjördur / Djúpivogur. Despite the fog and sea breeze, the highest ever temperature in the country was recorded at Teigarhorn, just south of Djúpivogur, at 30.5°C on June 22, 1939. The highest temperature in the country, but not an official record, is also from Teigarhorn, a little over a year later when the thermometer reached a whopping 36°C! Only six times—since official measurements began well over 200 years ago—has the temperature exceeded 30°C in Iceland. Djúpivogur has been a harbour and trading post since the settlement of Iceland. Hanseatic merchants were prominent there from the mid-15th century until King Christian IV of Denmark established a strict trade monopoly in Iceland in 1602. Djúpivogur was one of twenty harbours / towns where trade took place until the monopoly was finally lifted in 1787.

Here are some snapshots from Berufjördur and Djúpivogur, located in the southernmost part of the East Fjords, and only 550 km away from Reykjavík.

Few places in the country are as beset by fog as Djúpivogur. Few settlements are as picturesque as Berufjördur / Djúpivogur. Despite the fog and sea breeze, the highest ever temperature in the country was recorded at Teigarhorn, just south of Djúpivogur, at 30.5°C on June 22, 1939. The highest ...

safjördur – A Collection of ImagesÍsafjördur in Skutulsfjördur, the capital of the Westfjords, is a unique town. Bright ...
28/12/2024

safjördur – A Collection of Images
Ísafjördur in Skutulsfjördur, the capital of the Westfjords, is a unique town. Bright in the summer, pitch dark in the winter. About three thousand people live there, out of the eight thousand who inhabit the entire Westfjords. Ísafjördur Municipality, which was formed in 1996, when Flateyri, Þingeyri, and Sudureyri, along with the sparsely populated areas in Önundarfjördur, Súgandafjördur, and Dýrafjördur merged with Ísafjördur, creating a municipality where over half of the Westfjords’ population resides. In 1900, Ísafjördur was the second-largest town in the country, with just over twelve hundred residents, home to the largest saltfish processing facility in Iceland, at a time when saltfish was Iceland’s largest export product. Remnants of this history can be seen when walking around the town. Large, beautiful houses, built as stately homes over a hundred years ago. Icelandic Times visited the capital and enjoyed capturing on film a town that is exceptionally picturesque, especially in the summer. Ísafjördur is close to Reykjavík, just half an hour by plane, and nearly five hours by car.

Ísafjördur in Skutulsfjördur, the capital of the Westfjords, is a unique town. Bright in the summer, pitch dark in the winter. About three thousand people live there, out of the eight thousand who inhabit the entire Westfjords. Ísafjördur Municipality, which was formed in 1996, when Flateyri, ....

Er Auður var orðin allgömul og ellimóð hélt hún mikla veislu fyrir afkomendur sína, aðra ættingja og vini. Þar lýsti hún...
28/12/2024

Er Auður var orðin allgömul og ellimóð hélt hún mikla veislu fyrir afkomendur sína, aðra ættingja og vini. Þar lýsti hún því yfir að Ólafur feilan, sonarsonur hennar, fengi staðfestu hennar í Hvammi sem og aðrar eignir eftir sinn dag. Með hennar ráði fékk Ólafur Álfdísi barreysku fyrir konu og gerðist mikill höfðingsmaður í Hvammi. Sonur Ólafs og Álfdísar var Þórður gellir sem mjög kom við sögu á 10. öld og átti hlut að máli þegar landinu var skipt í fjórðunga árið 965. Giska má á að Auður djúpúðga hafi andast um 930.

Auður var kristin kona og iðkaði trú sína af kostgæfni. Hún lét reisa krossa á hólum nokkrum nálægt sjónum og hafði þar bænahald sitt. Heita þar síðan Krosshólar. Til minningar um þessa merku landnámskonu var reistur mikill steinkross á Krosshólaborg árið 1965, örskammt þar frá sem þjóðvegurinn liggur nú.

Landnámskona Hvammi í Dölum Við erum stödd í Dalasýslu og höldum áfram eftir Vestfjarðavegi frá Miðdölum um Haukadal og Laxárdal til Búðardals, en sá fagri kaupangur er höfuðstaður Dalamanna. Hvarvetna eru bæjarnöfn og örnefni sem minna á Laxdælu, svo að með sanni má segj...

Address

Sidumula 29
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Land & Saga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Land & Saga:

Share